Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 577  —  327. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver hefur verið þróun lánveitinga lánastofnana til sjávarútvegsfyrirtækja árlega síðustu fimm ár?
     2.      Í hve mörgum fiskiskipum með aflahlutdeild hefur verið tekið veð fyrir þessum lánveitingum árlega síðustu fimm ár og hvað liggur slík veðsetning að baki háum lánveitingum lánastofnana til sjávarútvegsins á þessu tímabili, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hverjar voru eftirstöðvar lána hjá lánastofnunum sem tryggð voru með veði í fiskiskipum með aflahlutdeild um síðustu áramót?
     4.      Hefur eitthvað verið um að lánastofnanir hafi krafist veðsetningar í fiskiskipum með aflahlutdeild vegna skuldbreytinga lána sem tekin voru fyrir gildistöku laga um samningsveð frá maí 1997 í stað annarra ábyrgða? Ef svo er, í hve miklum mæli?


Skriflegt svar óskast.