Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 603  —  350. mál.
Fyrirspurntil dómsmálaráðherra um dvalarleyfi háð takmörkunum.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.     1.      Hve oft gaf Útlendingaeftirlitið út svokallað dvalarleyfi háð takmörkunum („Limited Residence Permit“) til útlendinga sem óskuðu dvalar hér á landi?
     2.      Á hvaða tímabili voru slík dvalarleyfi í notkun? Óskað er eftir upplýsingum um hvenær síðasta leyfið var gefið út.
     3.      Á grundvelli hvaða lagaákvæðis voru leyfin gefin út? Óskað er nákvæms rökstuðnings í svari.
     4.      Hvaða takmarkanir tengdust þessum leyfum umfram þær sem gilda um hefðbundin dvalarleyfi fyrir útlendinga?
     5.      Hvernig voru þeir sem slík leyfi fengu upplýstir um takmarkanirnar sem þeim fylgdu?
     6.      Hver var ástæða þess að hætt var að gefa út leyfi af þessu tagi?


Skriflegt svar óskast.
Prentað upp.