Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 604  —  351. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um útgáfu diplómatískra vegabréfa.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvaða reglur gilda um útgáfu svonefndra diplómatískra vegabréfa? Fram komi m.a. hvaða störfum/embættum fylgi slík vegabréf, hver séu skilyrðin fyrir því að starfi/embætti geti fylgt slíkt vegabréf og til hve langs tíma þau séu gefin út.
     2.      Hver er munurinn á diplómatískum vegabréfum og öðrum vegabréfum sem gefin eru út hér á landi?
     3.      Hversu mörg diplómatísk vegabréf hafa verið gefin út árlega síðustu fimm ár og hve mörg eru nú í gildi?


Skriflegt svar óskast.