Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 810  —  511. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um vanskil útvarpsgjalda.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hver voru vanskil afnotagjalda útvarps og sjónvarps 1996–1998, sundurgreint eftir árum?
     2.      Hvað innheimtist af kröfum fyrrnefndra ára?
     3.      Hver var heildarinnheimtukostnaður?
     4.      Hver var innheimtukostnaður þar sem kröfur náðust ekki fram?
     5.      Hve mörg sjónvarps- og útvarpstæki voru gerð upptæk á fyrrnefndu tímabili?     Hvert var söluandvirði þessara tækja á opinberu uppboði?
     6.      Hverjir eru undanþegnir afnotagjaldi útvarps og sjónvarps?


Skriflegt svar óskast.