Ferill 267. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 817  —  267. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti.
    Markmið frumvarpsins er að lögfesta nauðsynleg ákvæði til að unnt verði að fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðasamningi um bann við efnavopnum en Alþingi veitti ríkisstjórninni með þingsályktun árið 1997 heimild til að fullgilda samninginn fyrir Íslands hönd.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    
Hjálmar Jónsson, Ólafur Örn Haraldsson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. mars 2000.Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Sverrir Hermannsson.Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.


Guðrún Ögmundsdóttir.