Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 911  —  597. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um lagalega stöðu byggðasamlaga.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hver er lagaleg staða byggðasamlaga?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sett verði lög um byggðasamlög í því skyni að skýra réttarstöðu starfsmanna þeirra og viðsemjenda í samskiptum við byggðasamlögin?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Á undanförnum árum hafa sveitarfélög sameinast um rekstur ýmiss konar þjónustu við íbúana og myndað svokölluð byggðasamlög um reksturinn. Mikil óvissa virðist vera um lagalega stöðu þessa rekstrarfyrirkomulags, t.d. hvort sveitarfélög sem standa að byggðasamlögum beri ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þeirra. Nú eru áform um að mynda byggðasamlag um slökkviliðin á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægt að skýrar reglur verði settar um þetta rekstrarfyrirkomulag.