Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 929  —  407. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Frá 2. minni hluta sjávarútvegsnefndar (JÁ, SvanJ).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    B-, c- og d-liður 2. gr. laganna orðast svo:
b.    Bjóða skal allar veiðiheimildir er í hlut Íslands koma til leigu á opnum markaði sem öll fiskiskip sem leyfi hafa til síldveiða skv. a-lið þessarar greinar hafa jafnan aðgang að.
             Takmarkaðar aflaheimildir sem Íslendingum verður heimilt að veiða innan lögsögu annarra ríkja skulu aðgreindar eftir hafsvæðum og boðnar fram sérstaklega.
             Skulu hæstbjóðendur hljóta veiðiheimildirnar í samræmi við tilboð sín, þó skal hvert skip ekki fá úthlutað meira en 7.000 tonnum.
c.    Heimilt skal að framselja til annarra skipa sem leyfi hafa til síldveiða skv. a-lið þessarar greinar allt að 50% þess aflamarks sem skip hefur fengið úthlutað.
d.    Sjávarútvegsráðherra skal setja með reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar. Ráðherra skal fela til þess færum aðila að sjá um framkvæmd útboðsins og innheimtu leigugjaldsins en hefur eftirlitsskyldu varðandi framkvæmdina. Þeir fjármunir sem innheimtast vegna leigugjaldsins skulu renna í ríkissjóð.