Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 955  —  176. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52 29. maí 1989, sbr. lög nr. 47 16. maí 1990.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
                  Á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni skal leggja skilagjald sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Skal gjaldið nema 6,43 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu og skal ráðherra hækka hámarksfjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins. Sama gjald skal lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum. Til viðbótar skilagjaldi skal með sama hætti leggja umsýsluþóknun á hverja umbúðaeiningu úr stáli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar án virðisaukaskatts vera 3,00 kr. á umbúðir úr stáli, 2,20 kr. á umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 1,60 kr. á umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 1,60 kr. á umbúðir úr lituðu plastefni og 0,32 kr. á umbúðir úr ólituðu plastefni.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2000.

Prentað upp.