Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 959  —  385. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas Njál Möller frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Bílgreinasambandinu, Íslenskri Nýorku ehf., Metani hf., Endurvinnslunni hf., Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Hollustuvernd ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Í frumvarpinu er lögð til lækkun á vörugjaldi af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu. Er markmiðið með því að styðja öra þróun í hönnun og framleiðslu slíkra ökutækja sem hafa mun minni skaðleg áhrif á umhverfið en bifreiðar sem nota eldsneyti úr olíum.
    Hjálmar Árnason, Pétur H. Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson skrifa undir álitið með fyrirvara og áskilja sér rétt til leggja fram og styðja breytingatillögur við málið.
    Kristinn H. Gunnarsson og Katrín Andrésdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 3. apríl 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Gunnar Birgisson.



Hjálmar Árnason,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.



Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.