Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 961  —  258. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór Þorkelsson frá fjármála ráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Orkustofnun, Lögmannafélagi Íslands, Verslunarráði Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem lúta að því að útfæra gjaldtökuheimildir laganna þannig að þær standist kröfur ákvæða stjórnarskrárinnar til slíkra heimilda. Þá eru lagðar til nokkrar nýjar gjaldtökuheimildir vegna starfsleyfa og leyfa til rannsókna.
    Nefndin leggur til tvær smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Lúta þær að því að sam ræma ákvæði laganna breytingum á ákvæðum annarra laga.
    Nefndin telur að ekki hafi verið mörkuð nægilega skýr heildarstefna hjá hinu opinbera varðandi skil milli þjónustugjalda og skattheimtu. Beinir nefndin því til fjármálaráðherra að hann hlutist til um að fram fari endurskoðun á aukatekjum ríkissjóðs og ríkisstofnana, með hliðsjón af þingsályktun frá 8. maí 1993, um aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtöku ríkisstofnana. Leggur nefndin áherslu á að endurskoðuninni verði hraðað þannig að ráðherra geti í upphafi næsta þings lagt fram frumvarp sem byggi á heildarstefnu um skil á milli skattheimtu og þjónustugjalda.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Katrín Andrésdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. apríl 2000.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.Jóhanna Sigurðardóttir.


Ögmundur Jónasson.