Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 963  —  219. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór Þorkelsson og Eggert J. Hilmarsson frá fjármálaráðuneyti, Arnór Pétursson frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjálfs björg, Sigurð Einarsson frá Sjálfsbjörg, Guðríði Ólafsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands, Rannveigu Sigurðardóttur frá Alþýðusambandi Íslands og Runólf Ólafsson frá Félagi ís lenskra bifreiðaeigenda. Umsagnir bárust um málið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ör yrkjabandalagi Íslands, Sjálfsbjörg, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Alþýðusambandi Ís lands og Tryggingastofnun ríkisins.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði undanþágur frá greiðslu bifreiðagjalds sem nú er kveðið á um í reglugerð. Þá er gert ráð fyrir að álagning bifreiðagjalds verði flutt frá ríkisbókhaldi til ríkisskattstjóra.
    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
     1.      Í fyrsta lagi er lagt til að felld verði niður gjaldskylda vegna fjórhjóla sem eru undir 400 kg að eigin þyngd, en slík ökutæki munu í öllum tilvikum vera skráð sem torfærutæki.
     2.      Lagðar eru til nokkrar breytingar á 4. gr. frumvarpsins. Lagt er til að réttur foreldra langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis til undanþágu frá bifreiðagjaldi verði hinn sami og réttur foreldra langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru heima. Þá er orðið umönnunarbætur fellt brott úr greininni en þær munu ekki vera greiddar lengur, aðeins umönnunargreiðslur. Þá er loks lögð til smávægileg lagfæring á orðalagi e-liðar.
     3.      Lögð er til breyting á 6. gr. frumvarpsins á þá leið að fjármálaráherra feli tilteknum skattstjóra eða ríkisskattstjóra að annast álagningu bifreiðagjalds, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri annist innheimtu þess. Verður með þessari breytingu mögulegt að fela innheimtu gjaldsins einhverjum af skattstjórum landsbyggðarinnar.
     4.      Loks er lögð til breyting á gildistökuákvæði frumvarpsins og gildistaka þess færð til 1. júlí 2000.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Katrín Andrésdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. apríl 2000.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.Jóhanna Sigurðardóttir.


Ögmundur Jónasson.