Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 965  —  163. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verð bréfum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tryggva Axelsson frá viðskiptaráðu neyti. Umsagnir um málið bárust frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Verslunarráði Íslands, Samtökum fjárfesta og sparifjáreigenda, Íbúðalánasjóði, Verðbréfaþingi Íslands, Fé lagi löggiltra endurskoðenda og Seðlabanka Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum nokkurra laga til samræmis við það nýmæli sem felst í rafrænni útgáfu verðbréfa, sbr. lög nr. 131/1997.
    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
     1.      Í fyrsta lagi leggur nefndin til að hugtakið „efndalok“ verði skýrt í orðskýringum laganna.
     2.      Þá leggur nefndin til að verðbréfamiðstöðvum verði skylt, en ekki einungis heimilt eins og nú er, að veita hlutafélögum aðgang að upplýsingum um skráða eigendur hlutabréfa í viðkomandi hlutafélagi sem þar er eignaskráð. Er ljóst að mikilvægt verður fyrir hluta félög að hafa aðgang að þessum upplýsingum.
     3.      Lögð er til breyting á orðalagi 1. gr. frumvarpsins sem miðast að því að gera hana markvissari.
     4.      Lagt er til að bætt verði við frumvarpið grein varðandi úrræði verðbréfamiðstöðvar ef reikningsstofnun eða aðili sem gert hefur aðildarsamning virðir ekki þau ákvæði sem gilda um aðild að miðstöðinni. Verður verðbréfamiðstöð þá heimilt að ákveða í aðildar samningi að aðgangur að eignarskráningu verði takmarkaður eða honum lokað vegna brota á samningnum og einnig geti verðbréfamiðstöð kveðið á um heimild til að ákveða refsiviðurlög í formi févítis í aðildarsamningi.
     5.      Loks er lögð til smávægileg breyting á 5. gr. frumvarpsins sem varðar breytingu á lögum um húsnæðismál. Er með henni kveðið skýrt á um að í auglýsingu um yfirfærslu eldri flokka húsbréfa í áþreifanlegu formi í rafbréf skuli koma fram hvaða húsbréfaflokka eigi að yfirfæra hverju sinni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 23. mars 2000.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.