Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 966  —  163. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verð bréfum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við frumvarpið bætist tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (1. gr.)
                       Við 2. gr. laganna bætist eftirfarandi orðskýring: efndalok: fullnaðaruppgjör viðskipta reikningsstofnana með rafbréf og fullar efndir á þeim, svo sem með greiðslu jöfnun eða peningagreiðslu, sem lagðar eru til grundvallar við lokafærslu á reikning í verðbréfamiðstöð.
                  b.      (2. gr.)
                       1. málsl. 3. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Stjórn verðbréfamiðstöðvar skal veita hlutafélögum aðgang að upplýsingum í verðbréfamiðstöð um skráða eigendur hluta bréfa í viðkomandi hlutafélagi sem þar er eignarskráð.
     2.      Við 1. gr. er verði 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Seðlabanka Íslands er samkvæmt samningi við reikningsstofnun heimil veðtrygging í rafbréfum reikningsstofnunar til tryggingar á efndalokum er lúta að greiðsluuppgjöri í greiðslukerfum, sem viðurkennd eru af ráðherra skv. 3. gr. laga um öryggi greiðslu fyrirmæla í greiðslukerfum, nr. 90/1999, og skal skrá veðréttindin skv. IV. kafla laga þessara. Hafi reikningsstofnun ekki uppfyllt skyldur sínar innan þess frests sem ákveðinn er í gildandi reglum um viðskipti samkvæmt þessari grein er Seðlabankanum heimilt að innleysa þegar í stað þau rafbréf sem standa til tryggingar hlutaðeigandi efndalokum.
     3.      Á eftir 2. gr. er verði 4. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                  Á eftir 32. gr. laganna kemur ný grein og breytist greinatala annarra greina sam kvæmt því:
                  Verðbréfamiðstöð er heimilt í aðildarsamningi, svo og reglum sem stjórn félagsins setur, að ákveða takmörkun eða lokun aðgangs að eignarskráningu þar vegna brota á aðildarsamningi eða reglum sem gilda um starfsemina. Telji stjórn verðbréfamiðstöðvar þess þörf getur hún í aðildarsamningi jafnframt kveðið á um refsiviðurlög í formi févítis standi reikningsstofnun ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt aðildarsamningi, enda varði brot ekki við 34. gr.
     4.      Við 5. gr. er verði 8. gr. 1. tölul. 2. mgr. orðist svo: Hvaða húsbréfaflokka yfirfæra eigi hverju sinni.