Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 967  —  359. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (vitnavernd, barnaklám o.fl.).

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmála ráðuneyti. Umsagnir bárust frá ríkissaksóknara, dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á nokkrum ákvæðum almennra hegningarlaga. Helstu breytingar eru þær að lagt er til að tekið verði fram í lögunum að við ákvörðun refs ingar hafi áhrif hvort sakborningur hefur upplýst um aðild annarra að brotinu. Einnig er lagt til að bætt verði við lögin sérstöku ákvæði um refsinæmi brota sem beinast að vitnum, lagt er til að sektarhámark í hegningarlögum verði afnumið og lagðar eru til breytingar sem veita börnum frekari vernd gegn barnaklámi.
    Við meðferð málsins hjá nefndinni kom fram tillaga frá ríkissaksóknara um að gera breyt ingar á 5. mgr. 57. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu skal dómari kynna dómfellda rækilega skilyrði skilorðsdóms og afleiðingar skilorðsrofa. Í þeim tilvikum þegar dómfelldi hefur ekki verið viðstaddur uppsögu skilorðsbundins héraðsdóms hefur lögregla birt dóminn, sbr. 3. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Samkvæmt orðalagi 5. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga hefur dómari ekki heimild til að fela öðrum að kynna dómfellda skilyrði skilorðsdóms og afleiðingar skilorðsrofa. Hlutverki dómara hefur hins vegar verið talið lokið um leið og dómur er kveðinn upp á dómþingi jafnvel þótt kynning á skilorði og afleiðingum skilorðsrofa hafi ekki getað farið fram vegna fjarveru dómfellda. Að mati nefnd arinnar er rétt að leggja fram breytingu sem heimili dómara að fela lögreglu að kynna dóm fellda skilorð dóms og afleiðingar skilorðsrofa hafi hann ekki verið viðstaddur dómsuppsögu. Dómari ætti um leið að láta lögreglu í té leiðbeiningar um hvernig kynna beri skilorð og af leiðingar skilorðsrofa.
    Nefndin leggur einnig til lagfæringar á 5. gr. Lagt er til að vísun til 225. gr. laganna um nauðung falli brott. Fjallað er um nauðung í fleiri ákvæðum almennra hegningarlaga og telur nefndin ekki rétt að ákvæðið takmarkist við nauðung skv. 225. gr. Með sama hætti er líkam legt ofbeldi samkvæmt ákvæðinu ekki bundið við líkamsárás skv. 217. og 218. gr. laganna heldur geta önnur ofbeldisbrot komið til greina, t.d. skv. 106. gr. laganna. Þá er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði að beita sektum ef brot er smávægilegt eða sérstakar málsbætur eru fyrir hendi. Brot sem beinast að vitnum geta tæplega talist smávægileg og því er lagt til að sektarheimild verði bundin við málsbætur.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Sverrir Hermannsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. apríl 2000.Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Katrín Fjeldsted.Ásta Möller.


Vigdís Hauksdóttir.


Hjálmar Jónsson.