Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 973  —  223. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Eggert J. Hilmarsson og Halldór Þorkelsson frá fjármálaráðuneyti, Ástgeir Þorsteinsson og Kristinn Ólafsson frá bifreiða stjórafélaginu Frama, Eyrúnu Ingadóttur frá Trausta, félagi sendibifreiðastjóra, Benedikt G. Guðmundsson frá Félagi hópferðaleyfishafa, Odd Einarsson frá Félagi sérleyfishafa, Unni Sverrisdóttur og Jón Pálsson frá Landssambandi vörubifreiðastjóra, Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Þorleif Þór Jónsson og Björn Sigurðsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Guðmund Arnaldsson frá Landvara, Árna Jóhannsson frá Samtökum iðn aðarins, Pétur U. Fenger frá Almenningsvögnum bs. og Hörð Gíslason frá Strætisvögnum Reykjavíkur. Umsagnir um málið bárust frá Vegagerðinni, Bændasamtökum Íslands, Strætis vögnum Reykjavíkur hf., Samtökum ferðaþjónustunnar, Almenningsvögnum bs., Samtökum iðnaðarins, Landssambandi vörubifreiðastjóra, Félagi sérleyfishafa, Sambandi íslenskra sveit arfélaga, Samskipum hf., Trausta, félagi sendibifreiðastjóra, Bílgreinasambandinu og Land vara, félagi íslenskra vöruflytjenda.
    Með lögum nr. 83/1998 var afsláttarkerfi laga um fjáröflun til vegagerðar afnumið, þ.e. felld voru brott ákvæði laganna sem veittu eigendum ökutækja sem greiða þungaskatt sam kvæmt ökumæli rétt til afsláttar þegar tiltekinni akstursvegalengd var náð. Í stað þess voru sett ný ákvæði um að greiða skyldi, auk gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra, fast árgjald þungaskatts af bifreiðum sem væru 14.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða meira. Þá var með lögum nr. 151/1998 heimilað að eigendur og umráðamenn bifreiða 4.000 kg eða þyngri gætu valið, áður en gjaldár hefðist, að greiða gjald sem samsvaraði 95.000 km akstri á gjaldári í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Ástæðan fyrir þessum breytingum á lögunum var álit samkeppnisráðs nr. 4/1997 þar sem fram kom að ráðið teldi að afsláttarkerfi laganna fyrir breytinguna raskaði samkeppnisstöðu atvinnubílstjóra.
    Í febrúar 1999 sendi Landssamband vörubifreiðastjóra kvörtun til Samkeppnisstofnunar sem beindist að þeim breytingum á lögum um fjáröflun til vegagerðar sem gerðar voru með lögum nr. 83/1998 og nr. 151/1998 og gaf samkeppnisráð álit sitt á kvörtuninni í áliti nr. 8/1999. Í því segir m.a. að breytingar sem gerðar voru með lögunum gangi þvert á þá hugsun sem fram hafi komið í áliti ráðsins nr. 4/1997. Þessar breytingar valdi því að af þyngri bif reiðum sé greiddur lægri skattur á hvern ekinn kílómetra í hlutfalli við þyngd en af þeim bif reiðum sem léttari eru og ekið er minna.
    Með frumvarpi þessu er brugðist við áliti Samkeppnisstofnunar nr. 8/1999. Er í því lagt til að afnumin verði skylda til greiðslu fasts árgjalds, 100.000 kr., af bifreiðum sem eru að leyfðri heildarþyngd 14.000 kg eða meira og einnig að afnumin verði heimild til handa eig endum eða umráðamönnum ökutækja sem eru 4.000 kg eða þyngri að velja, áður en gjaldár hefst, að greiða gjald sem samsvari 95.000 km akstri á gjaldári í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra.
    Við meðferð málsins í nefndinni var tekið til skoðunar að ekki er gert ráð fyrir því í frum varpinu að afnumin verði heimild eigenda og umráðamanna bifreiða undir 4.000 kg að þyngd til að velja milli þess að greiða fast gjald þungaskatts og þess að greiða þungaskatt í formi gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Þar sem Samkeppnsiráð hafði komist að þeirri niðurstöðu í áliti nr. 8/1999 að slíkt fyrirkomulag varðandi þyngri bifreiðar raskaði samkeppnisstöðu þeirra þótti nefndinni ástæða til að fá álit samkeppnisráðs á slíku fyrirkomulagi fyrir bifreiðar undir 4.000 kg. Sendi nefndin því ráðinu bréf þar sem farið var fram á álit þess.
    Samkeppnisráð svaraði umræddu erindi nefndarinnar með bréfi dags. 28. febrúar 2000. Í bréfi Samkeppnisráðs segir m.a.:
    „Samkeppnisráð telur að það sjónarmið sem fram kom í fyrri álitum ráðsins, að fastagjald geti haft í för með sér aðgangshindrun að markaðnum fyrir nýja keppinauta, eigi við um heimild til eigenda bifreiða sem eru allt að 4.000 kg til að greiða fast gjald þungaskatts. Þann ig þyrfti nýr keppinautur að greiða 7,11 kr. kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra af bif reið sem er allt að 4.000 kg að þyngd. Sá sem ræki bifreið eins og tekin var sem dæmi hér að framan, sem væri 2.999 kg að eigin þyngd og væri ekið 60.000 km á ári, greiddi hins veg ar sem svaraði 3,66 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.
    Með vísan til framanritaðs telur samkeppnisráð að það kunni að raska samkeppni á milli þeirra sem reka bifreiðar sem eru undir 4.000 kg að heildarþyngd og þeirra sem reka bifreiðar sem eru 4.000 kg og þyngri ef ákvæði A-liðar 4. gr. laga nr. 3/1987, með síðari breytingum, stendur óbreytt. Á sama hátt kann það að mati ráðsins að hafa áhrif til að takmarka aðgang nýrra keppinauta að markaðnum að hafa annað form þungaskatts í A-lið 4. gr. laganna en í B-lið greinarinnar.“
    Þegar þetta álit ráðsins lá fyrir átti nefndin tvo kosti. Annars vegar að leggja til breytingar á frumvarpinu í samræmi við álit samkeppnisráðs og hins vegar að afgreiða frumvarpið án breytinga og mælast til þess við fjármálaráðherra að hann léti fara fram heildarendurskoðun á lögunum í ljósi álits samkeppnisráðs. Valdi meiri hlutinn síðari kostinn.
    Leggur meiri hlutinn því til að fjármálaráðherra skipi nefnd sem taki lögin um fjáröflun til vegagerðar til heildarendurskoðunar. Verði við hana m.a. kannaðir að nýju kostir og gallar þess að taka upp olíugjald. Þá verði afsláttur vegna aksturs almenningsvagna í áætlunarferð um einnig tekinn til sérstakrar skoðunar. Leggur meiri hlutinn áherslu á að vinnu nefndarinn ar verði hraðað þannig að leggja megi fram frumvarp til breytinga á lögunum í upphafi næsta löggjafarþings.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu á bráðabirgðaákvæði þess sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 7. apríl 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson,


með fyrirvara.