Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 974  —  223. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, HjÁ, SAÞ, PHB, GunnB).


                   
     1.      5. gr. falli brott.
     2.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Hinn 11. júní 2000 skal lagt 33.333 kr. fast árgjald þungaskatts á bifreiðar sem eru að leyfðri heildarþyngd 14.000 kg eða meira, sbr. 3. málsl. 1. mgr. B-liðar 4. gr. laganna eins og þau eru fyrir gildistöku laga þessara.
                  Ný gjaldskrá B-liðar 4. gr. tekur gildi 11. júní 2000. Nýja gjaldið fyrir hvern ekinn kílómetra tekur gildi strax að loknu þriðja álestrartímabili sem er frá 20. maí til 10. júní 2000, sbr. 2. mgr. B-liðar 7. gr. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir lok fyrrgreinds álestrartímabils.
                  Þeir sem sótt hafa um heimild til ríkisskattstjóra til að greiða gjald fyrir gjaldárið 2000 er tekur mið af 95.000 km akstri í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra auk 100.000 kr. fasts árgjalds, sbr. 4. mgr. B-liðar 4. gr., fyrir gildistöku laga þessara, skulu halda rétti sínum til greiðslu áðurgreinds gjalds.