Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 980  —  268. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um virkjanir og umhverfismat.

     1.      Hvaða framkvæmdir við virkjanir, jafnt gufuafls- sem vatnsaflsvirkjanir, hafa hafist frá árinu 1993? Hverjir eru eigendur þessara virkjana og hverjir munu reka þær?
    Landsvirkjun lauk á árinu 1996 við hækkun Blöndustíflu um fjóra metra og jók með því miðlun Blöndustöðvar úr 220 Gl í 400 Gl.
    Hinn 4. desember 1991 veitti iðnaðarráðherra Landsvirkjun leyfi til að stækka Búrfells virkjun í allt að 310 MW ásamt tilheyrandi flutningslínum og aðveitustöðvum. Á árinu 1996 byrjaði fyrirtækið að skipta út vatnshjólum í aflvélum virkjunarinnar o.fl. og jókst við það afl stöðvarinnar úr 210 MW í 270 MW.
    Með leyfi dags. 4. desember 1991 heimilaði iðnaðarráðherra Landsvirkjun að ljúka fimmta áfanga Kvíslaveitu. Framkvæmdirnar hófust vorið 1996 og var þeim lokið á árinu 1997.
    Árið 1996 hóf Landsvirkjun uppsetningur á vél 2 (30 MW) í Kröfluvirkjun. Uppsetningu vélarinnar lauk á árinu 1998, en gufuöflun var framhaldið á árinu 1999 og lýkur á þessu ári.
Hinn 11. febrúar 1997 gaf iðnaðarráðherra út leyfi til Landsvirkjunar til að gera 385 Gl miðl un við Syðri-Hágöngu. Verkinu lauk seint á árinu 1998.
    Hinn 12. mars 1997 gaf iðnaðarráðherra út virkjunarleyfi til Landsvirkjunar fyrir allt að 125 MW virkjun við Sultartanga og hófust framkvæmdir í apríl sama ár. Fyrri aflvél virkjun arinnar (60 MW) var tekin í notkun haustið 1999 og síðari vélin í byrjun febrúar 2000. Fram kvæmdum lýkur á þessu ári.
    Hinn 8. júní 1999 gaf iðnaðarráðherra úr virkjunarleyfi til Landvirkjunar fyrir allt að 110 MW virkjun við Vatnsfell. Framkvæmdir við virkjunina hófust á árinu 1999 og gert er ráð fyrir að aflvél virkjunarinnar verði tekin í notkun á árinu 2001 og framkvæmdum verði að fullu lokið í ársbyrjun 2002.
    Á sl. árum hefur Landvirkjun unnið að viðhaldi og endurbótum á virkjunum við Sogið.
Landsvirkjun á og rekur framangreindar virkjanir.
    Hinn 16. júní 1997 gaf iðnaðarráðherra út virkjunarleyfi til Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) til að reisa og reka jarðvarmavirkjun að Nesjavöllum til raforku vinnslu með allt að 60 MW afli. Framkvæmdum var að fullu lokið á árinu 1999. Orkuveita Reykjavíkur á og rekur Nesjavallavirkjun.
    Hinn 10. september 1999 gaf iðnaðarráðherra út virkjunarleyfi til Hitaveitu Suðurnesja til að reisa og reka jarðvarmavirkjun við Svartsengi til raforkuvinnslu í orkuveri 5 með allt að 30 MW afli. Rekstur hófst í nóvember 1999 og lýkur framkvæmdum að fullu á þessu ári.




Prentað upp.

Á fyrri hluta þessa árs þegar heitavatnshluti orkuvers 5 verður tekinn í rekstur er gert ráð fyrir að hætt verði rekstri tveggja 1 MW véla þannig að aflauking er í raun 28 MW. Hitaveita Suðurnesja á og rekur orkuverið í Svartsengi.
    Hinn 19. júlí 1999 gaf iðnaðarráðherra út virkjunarleyfi til Orkuveitu Húsavíkur til að reisa og reka jarðvarmavirkjun að Hveravöllum í Reykjahverfi til raforkuvinnslu með allt að 2 MW afli.

     2.      Hver er orkuvinnslugeta virkjananna, hverrar fyrir sig?
Virkjun Uppsett afl
(MW)
Orkugeta
(GWst. á ári)
Hækkun Blöndustíflu
160
Aflauknin í Búrfellsvirkjun og fimmti áfangi Kvíslaveitu
60 380
Stækkun Kröfluvirkjunar
30 240
Hágöngumiðlun
200
Sultartangavirkjun
120 880
Vatnsfellsvirkjun
90 430
Nesjavallavirkjun
60 480
Aflaukning í Svartsengi
28 224
Orkuveita Húsavíkur
2 12

     3.      Hverjar þessara virkjanaframkvæmda fóru ekki í umhverfismat og á hvaða lagagrundvelli var það ákveðið?
    Í 1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993, segir að vatnsorku virkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira eða vatnsmiðlanir þar sem meira en 3 km² lands fara undir vatn vegna stíflumannvirkja og/eða breytinga á árfarvegi séu háðar umhverfismati. Í 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. sömu laga segir að jarðvarmavirkjanir með varmaafl 25 MW eða meira að hráorku eða 10 MW uppsett afl eða meira og önnur varmaorkuver með 10 MW upp sett afl eða meira séu háð umhverfismati. Í ákvæði til bráðabirgða II við lögin segir að fram kvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki háðar mati á umhverfis áhrifum.
    Í bréfi umhverfisráðuneytis til Landsvirkjunar, dags. 12. júlí 1995, um mat á umhverfis áhrifum vegna stækkunar Blöndulóns, aukningar í Búrfellsstöð og fimmta áfanga Kvíslaveitu, kemur fram að framkvæmdirnar séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum ef þær styðjast við leyfi sem hafa verið gefin út fyrir 1. maí 1994. Í ljósi þessa fóru stækkun Blöndulóns, aukn ing í Búrfellsstöð, fimmti áfangi Kvíslaveitu og Kröfluvirkjun ekki í mat á umhverfisáhrifum.
    Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun fóru ekki í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 63/1993. Í bréfi umhverfisráðuneytis til Hitaveitu Reykjavíkur frá 6. september 1996 seg ir: ,,Ráðuneytið er þeirrar skoðunar að sú viðbót við raforkuvinnslu sem fjallað er um í erindi yðar sem er að framleiða allt að 70–80 MW af raforku í tengslum við framleiðslu hitaorku, sbr. lög nr. 60/1981 og lög nr. 74/1990, falli ekki undir lög nr. 63/1993 þar sem leyfi til fram leiðslunnar hafi legið fyrir áður en þau lög öðluðust gildi.“
    Framkvæmdir á vegum Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi vegna orkuvers 5 fóru ekki í mat á umhverfisáhrifum. Í bréfi umhverfisráðuneytis til Hitaveitu Suðurnesja, dags. 7. október 1997, segir m.a. að ráðuneytið sé þeirrar skoðunar að sú framkvæmd sé eðlileg endurnýjun orkuvers en ekki nýbygging og falli því ekki undir lög nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, enda sé gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum í lögum um stofnunina nr. 100/1974 og áður en lög nr. 63/1993 öðluðust gildi 1. maí 1994.
    Ráðuneytið leitaði álits umhverfisráðuneytis á því hvort meta þyrfti umhverfisáhrif fram kvæmda Orkuveitu Húsavíkur. Í svarbréfi umhverfisráðuneytis segir að framkvæmdin falli ekki undir 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og að ráðuneytið sjái ekki ástæðu til að beita heimild 6. gr. laganna. Framkvæmdin fór því ekki í mat á umhverfisáhrifum.
    Framkvæmdir Landsvirkjunar við Hágöngumiðlun, Sultartangavirkjun og Vatnsfellsvirkj un fóru í mat á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr. 63/1993.