Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 981  —  405. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkis ráðherra, Tómas H. Heiðar, Benedikt Ásgeirsson og Einar Gunnarsson frá utanríkisráðuneyt inu, Guðmund Kjærnested, Stefán Kjærnested og Lúðvík Örn Steinarsson frá Atlantsskipum ehf., Þórð Sverrisson og Jóhann Þór Jónsson frá Eimskipafélagi Íslands og Jónas Garðarsson og Erling R. Guðmundsson frá Sjómannafélagi Reykjavíkur.
    Umsagnir og gögn bárust nefndinni frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, Budweiser-umboð inu, Atlantsskipum ehf. og Eimskipafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekið verði með heildstæðum hætti á ýmsum málum sem tengjast varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, einkum viðskiptum íslenskra aðila við varnarliðið. Miðað er að því að festa í sessi þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum í verk töku fyrir varnarliðið og setja lagareglur um það umhverfi. Enn fremur er lagt til, í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til nútímalegra stjórnarhátta, að treystur verði lagagrunnur fyrir stjórnsýsluna á varnarsvæðunum. Þá er í frumvarpinu að finna skýr og ótvíræð ákvæði um starfsemi kaupskrárnefndar varnarsvæða og ákvæði um heimildir utanríkisráðherra til að tak marka aðgang að varnarsvæðunum sem hingað til hafa einungis verið byggðar á ákvæðum loftferðalaga. Þá er og að finna ákvæði um undanþágu varnarliðsins frá skattskyldu sem ætl að er að skýra óvissu sem verið hefur í framkvæmd og sett er traustari lagastoð fyrir skatt frelsi Ratsjárstofnunar. Með því er ekki verið að víkka út eða breyta á annan hátt núverandi undanþágu stofnunarinnar frá greiðslu skatta og gjalda.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að h-liður 1. gr. frumvarpsins verði felldur brott þar sem orðasambandið sem þar er skilgreint er einungis að finna í ákvæði til bráðabirgða II sem lagt er til að verði umorðað, sbr. 4. tölul. Þá er lögð til breyting á 8. gr. til samræmis við framangreindar breytingar.
     2.      Lögð er til sú breyting á 1. mgr. 10. gr. að í stað orðsins almannaregla komi allsherjarregla sem er þekkt hugtak. Ákvæði um brot gegn allsherjarreglu er að finna í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, en vísan til allsherjarreglu er annars að finna í fjölda laga ákvæða, meðal annars í 63. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að fellt verði brott úr 10. gr. laganúmer loftferðalaga.
     3.      Lagt er til að fellt verði brott númer laga um virðisaukaskatt í 4. málsl. 11. gr. en númerið er að finna í 1. málsl. greinarinnar.
     4.      Loks er lagt til að ákvæði til bráðabirgða II verði umorðað þannig að merking þess verði skýr. Í ákvæðinu er kveðið á um að áður en samningar við varnarliðið, sem getið er um í lögunum og gerðir hafa verið fyrir gildistöku þeirra og ekki sætt forvalsmeðferð, komi til framlengingar sé heimilt, að tillögu forvalsnefndar, að ákveða að fram skuli fara for val og hæfir aðilar tilnefndir skv. III. kafla laganna. Sé þessi heimild nýtt gildi ákvæði 4. gr., svo og önnur ákvæði laganna eftir því sem við á. Meginreglan er því sú að forval þurfi ekki að fara fram áður en til framlengingar samninga kemur. Rétt er þó talið að kveða á um þessa heimild í ákvæði til bráðabirgða þar sem nokkrir þjónustusamningar eru í gildi án þess að forval hafi farið fram fyrir samningsgerðina og því ekki tryggt að þjónustuaðilar uppfylli nauðsynleg skilyrði tilnefningar samkvæmt varnarsamningnum og afleiddum samningum. Heimildin verður þó ekki nýtt nema að tillögu forvalsnefndar.

Alþingi, 10. apríl 2000.    Tómas Ingi Olrich,
    form., frsm.

Jón Kristjánsson.

Jónína Bjartmarz.Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Einar K. Guðfinnsson.