Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 982  —  405. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (TIO, JónK, JBjart, LMR, EKG).



     1.      Við 1. gr. H-liður falli brott.
     2.      Við 8. gr. Í stað orðanna „ákvæði k-liðar 1. gr.“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: ákvæði j-liðar 1. gr.
     3.      Við 10. gr.
                  a.      Laganúmerið „nr. 60/1998“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „ef almannaregla krefst þess“ í síðari málslið 1. mgr. komi: ef allsherjarregla krefst þess.
     4.      Við 11. gr. Laganúmerið „nr. 50/1988“ í 4. málsl. falli brott.
     5.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Áður en samningar við varnarliðið, sem getið er um í lögum þessum og gerðir hafa verið fyrir gildistöku laganna og ekki sætt forvalsmeðferð, koma til framlengingar er heimilt, að tillögu forvalsnefndar, að ákveða að fram skuli fara forval og hæfir aðilar til nefndir skv. III. kafla laganna. Sé þessi heimild nýtt gilda ákvæði 4. gr., svo og önnur ákvæði laganna eftir því sem við á.