Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 987  —  405. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna.

Frá 2. minni hluta utanríkismálanefndar.    Afstaða 2. minni hluta, fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er sú að ræða eigi við bandarísk stjórnvöld um það hvernig megi minnka umsvif erlends herliðs í landinu og undirbúa að erlendur her hverfi á brott. Nú er til umfjöllunar á þingi tillaga í þessa veru flutt af undirrituðum og Ögmundi Jónassyni.
    Tillögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þing flokka undir forustu formanns, sem utanríkisráðherra skipar án tilnefningar, til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um brottför hersins og yfirtöku Íslendinga á rekstri Kefla víkurflugvallar. Stefnt skal að niðurstöðu áður en gildandi samkomulag við bandarísk stjórn völd um umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli rennur út. Nefndin skal að undangeng inni athugun og könnunarviðræðum við bandarísk stjórnvöld skila áfangaskýrslu til Alþingis eigi síðar en í febrúarlok árið 2000 þannig að tími gefist til samninga um málið áður en upp sagnarákvæði núgildandi bókunar um umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli verður virkt eða rennur út.“ (Þskj. 133, 120. mál.)
    Eins og sjá má er stefna 2. minni hluta sú að stefna beri í allt aðra átt en þetta frumvarp boðar, sem er að setja í ótímabundinni löggjöf ákvæði um samskipti við erlenda herinn og ýmiss konar viðskipti við hann.
    Annar minni hluti hyggst ekki blanda sér í þessi samskipti í þeim skilningi sem frumvarpið boðar og mun því ekki taka þátt í afgreiðslu málsins og sitja hjá.
    Annar minni hluti kemst þó ekki hjá því að vekja athygli á óvenjulegum atriðum í frum varpinu og meðferð þessa máls.
     Ber þar fyrst að nefna að ákvæði til bráðabirgða II er mjög óvenjulegt og mun, ef sam þykkt verður, geta valdið afturvirkni laganna í tilteknum skilningi. Hefði að mati 2. minni hluta verið eðlilegra að gildistaka laganna, lagaskilin eða a.m.k. gildistaka ákvæðis til bráða birgða II yrði þannig að öruggt væri að í því fælist ekki afturvirkni. Lágmark væri að veita eðlilegan aðlögunartíma að breyttu lagalegu umhverfi gildandi samninga.
    Í öðru lagi hefði verið eðlilegt að binda heimild til að hindra framlengingu gildandi samn inga, sbr. aftur ákvæði til bráðabirgða II, við að viðkomandi uppfyllti ekki að undangengnum eðlilegum aðlögunartíma skilyrði nýju skilgreiningarinnar á íslensku fyrirtæki, sbr. k-lið 1. gr. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að flutningur frumvarpsins og íslenskir hagsmunir því tengdir eru sérstaklega rökstuddir með nauðsyn þess að tryggja að viðskiptin séu í ísl enskum höndum. Þessi leið er ekki valin heldur er undangengið forval gert að úrslitaatriði, sem ekki var í mörgum tilvikum hluti af gildandi leikreglum þegar samningar voru gerðir.
    Í þriðja lagi hefur láðst að tryggja af sömu nærfærni stöðu íslenskra sjómanna í orðskýr ingum frumvarpsins eins og gert er með aðra hagsmunaaðila.
    Loks er ljóst að frumvarpið reyndist hroðvirknislega samið og ónákvæmt eins og breyting artillögur meiri hluta nefndarinnar bera með sér. Það er þeim mun lakara sem hér er um að ræða lagasetningu sem grípur inn í framkvæmd á samningsbundnum samskiptum, milliríkja samskiptum reyndar, tveggja aðila sem deilur og málaferli hafa staðið um.
    Að öðru leyti en að framan greinir mun 2. minni hluti ekki blanda sér í þetta mál. Þeir sem stutt hafa og styðja enn áframhaldandi erlenda hersetu á Íslandi og hafa, eins og þetta mál m.a. dapurlega undirstrikar, gleymt fyrri svardögum um að hér skyldi þó aldrei verða erlend ur her á friðartímum verða áfram að bera ábyrgð á þeirri hinni sömu hersetu. Sá silkipappír sem þetta frumvarp er, utan um það fyrirkomulag sem útbúið hefur verið fyrir útvalda aðila til að græða á hersetunni, breytir litlu.

Alþingi, 10. apríl 2000.Steingrímur J. Sigfússon.