Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1000  —  207. mál.




Breytingartillögur



við frv. til útvarpslaga.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr. Síðari málsliður g-liðar orðist svo: Fjarsala tekur hér einnig til fasteigna og þeirra réttinda og skyldna sem um slík kaup gilda.
     2.      Við 5. gr. C-liður orðist svo: útvarpsréttarnefnd hefur tilkynnt sjónvarpsstöðinni, og íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Eftirlitsstofnun EFTA eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eftir því sem við á, skriflega um meint brot og þær ráðstafanir sem þau hyggjast grípa til ef um verður að ræða endurtekningu á broti.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      C-liður 4. mgr. orðist svo: Útvarpsstöðvar skulu gera útvarpsréttarnefnd grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrirhuguð er, svo og fyrirhugaðri grundvallarbreytingu á áður kynntri dagskrá.
                  b.      Í stað orðanna „eða leyfisskilmálar hafi verið brotin“ í 2. málsl. f-liðar 4. mgr. komi: eða leyfisskilmálar hafi verið brotnir.
                  c.      6. mgr. orðist svo:
                     Ákvarðanir útvarpsréttarnefndar samkvæmt lögum þessum eru fullnaðarúrlausnir á stjórnsýslusviði og sæta ekki stjórnsýslukæru.
     4.      Við 7. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu.
     5.      Við 8. gr. Í stað orðanna „sem sýnt er í sjónvarpsstöð“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sem sýnt er á sjónvarpsstöð.
     6.      Við 11. gr. Í stað orðanna „hafa rétt til andsvara í viðkomandi útvarpsstöð“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: hafa rétt til andsvara á viðkomandi útvarpsstöð.
     7.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Sjónvarpsstöðvum er óheimilt að senda út dagskrárefni, þar á meðal auglýsingar, sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni.
                  Dagskrárefni, sem ekki er talið við hæfi barna, sbr. 1. mgr., skal jafnframt einungis sýnt á þann hátt að tryggt sé með tæknilegum ráðstöfunum að börn á því svæði, er útsendingin nær til, muni ekki að öðru jöfnu heyra eða sjá slíkar útsendingar. Þegar slíkt dagskrárefni er sent út skal fara á undan því munnleg viðvörun eða það auðkennt með sjónrænu merki allan þann tíma sem útsendingin stendur yfir.
                   Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.
     8.      Við 15. gr. Á eftir orðinu afnotagjaldi komi: áskriftargjaldi.
     9.      Við 21. gr. Í stað orðanna „og raskar ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði útvarpsstöðvar“ í 1. mgr. komi: og raskar ekki ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði útvarpsstöðvar.
     10.      Við 23. gr. Í stað orðanna „Rísi ágreiningur milli stöðva sem fullnægja útbreiðsluskilyrðinu og annarrar sjónvarpsstöðvar“ í upphafi fyrri málsliðar 4. mgr. komi: Rísi ágreiningur milli stöðvar sem fullnægir útbreiðsluskilyrðinu og annarrar sjónvarpsstöðvar.
     11.      Við 35. gr. 2. mgr. falli brott.
     12.      Á eftir 36. gr. kemur nýr kafli, XII. kafli, Breytingar á öðrum lögum, með einni grein, 37. gr., svohljóðandi:
                  Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á útvarpslögum, nr. 68/1985, með síðari breytingum:
              1.      Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
                      a.      1. mgr. fellur brott.
                      b.      Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunina“ í 2. mgr. kemur: aðra aðila.
              2.      Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
                      a.      Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunin“ í 1. málsl. kemur: fjarskiptafyrirtæki.
                      b.      Í stað tilvísunarinnar „sbr. 3. gr.“ í 3. málsl. kemur: sbr. ákvæði útvarpslaga.
                      c.      Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunarinnar“ í 5. málsl. kemur: Póst- og fjarskiptastofnunarinnar.