Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1020  —  281. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á þinglýsingalögum, nr. 39/1978.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á b-lið:
                  a.      B-liður orðist svo: fasteign er ekki skráð í þinglýsingabók nema um stofnskjal sé að ræða.
                  b.      D-liður orðist svo: skjal varðar bein eða óbein eignarréttindi að fasteign og ekki er getið fastanúmers hennar.
                  c.      F-liður orðist svo: ekki er ótvírætt við hvaða eign skjal á, hvaða aðila skjal varðar eða hvert efni þess er að öðru leyti.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Efnismálsgrein a-liðar orðist svo:
                     Bækur þær er lúta að fasteignum skulu tölvufærðar í Landskrá fasteigna eftir nánari fyrirmælum ráðherra í reglugerð. Þar skal mælt fyrir um öryggisráðstafanir og vistun þinglýsingargagna. Þar til lokið hefur verið við þinglýsingarhluta Landskrár fasteigna er þinglýsingarstjórum heimilt að nota eldri þinglýsingabækur, lausblaðabækur, spjöld eða eldra tölvukerfi. Aðrar bækur skulu vera lausblaðabækur, en heimilt er þó að hafa þær í spjaldskrárformi. Dómsmálaráðherra ákveður nánari tilhögun þeirra, hvort tölvutækni skuli beitt við skráningu þeirra upplýsinga sem þær hafa að geyma og hvort það skuli gert í sumum þinglýsingaumdæmum eða þeim öllum.
                  b.      B-liður orðist svo: Í stað orðanna „hverri fasteign“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: hverju; og orðið „fasteignar“ í 3. málsl. 4. mgr. fellur brott.
                  c.      Nýr liður, c-liður, bætist við og orðist svo: 5. mgr. fellur brott.
     3.      Við 6. gr. Á eftir orðunum „aflýst skjöl“ í 2. málsl. komi: og yfirlýsingu rétthafa.
     4.      Við 8. gr. Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ komi: tölvukerfi.
     5.      Við 12. gr. Á eftir orðinu „þinglýsingabók“ komi: um aflýsingu skjals.
     6.      Við 13. gr. Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Ákvæði efnismálsliðar a-liðar 1. gr. og c- og d-liðar efnisgreinar 1. gr. laga þessara skulu þó ekki koma til framkvæmda að því er varðar tölvufærðar fasteignabækur í umdæmum sýslumanna í Hafnarfirði, á Ísafirði og í Reykjavík fyrr en þær bækur hafa verið tölvufærðar í Landskrá fasteigna. Ákvæðin skulu þó koma til framkvæmda eigi síðar en 31. desember 2004.