Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1030  —  544. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á gjaldtökuákvæðum nokkurra laga á sviði sjávarútvegs.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Geirsson, Jón B. Jónasson og Kristínu Haraldsdóttur frá sjávarútvegsráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að skýrar verði kveðið á um grundvöll og fjárhæðir gjalda en gert er í núgildandi lögum. Er einnig til samræmingar lagt til að þróunarsjóðsgjald miðist við hvers konar aflaheimildir innan árs en eins og ákvæðið er orðað í núgildandi lögum miðast það ekki við aflahámark og krókaaflamark. Loks felur frumvarpið í sér minni háttar lagfæringar á orðalagi og tilvísunum. Ekki eru lagðar til breytingar á fjárhæð gjalda að öðru leyti en því að þau verði uppfærð miðað við breytingar á byggingarvísitölu í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið með reglugerð, samkvæmt heimild í gildandi lögum.
    Auk framangreindra breytinga er, í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að afnema sjálfvirka breytingu gjalda til að sporna við þenslu í hagkerfinu, lagt til að vísitölubinding gjaldsins verði afnumin.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 13. apríl 2000.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Guðmundur Hallvarðsson.


Árni R. Árnason.


Vilhjálmur Egilsson.



Guðjón A. Kristjánsson.


Svanfríður Jónasdóttir.


Jóhann Ársælsson.