Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1035  —  163. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum.

Frá Vilhjálmi Egilssyni.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna:
          a.      Í stað orðsins „eignarréttinda“ í skýringu hugtaksins eignarskráning kemur: réttinda.
          b.      Við bætist eftirfarandi orðskýring: efndalok: fullnaðaruppgjör viðskipta reikningsstofnana með rafbréf og fullar efndir á þeim, svo sem með greiðslujöfnun eða peningagreiðslu, sem lagðar eru til grundvallar við lokafærslu á reikning í verðbréfamiðstöð.