Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1049  —  110. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um lausafjárkaup.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. Í stað orðanna „og þar er um að ræða“ í 2. mgr. komi: sem felur í sér.
     2.      Við 4. gr. Í stað orðanna „Um sölu í atvinnustarfsemi er að ræða“ í 3. mgr. komi: Það telst sala í atvinnustarfsemi.
     3.      Við 6. gr. Í stað orðanna „sá vörulager“ í 1. mgr. komi: þær vörubirgðir.
     4.      Við 8. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er verði 1. málsl., svohljóðandi: Ef söluhlutur er ekki tryggður í flutningi skal seljandi tilkynna kaupanda það.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „útgjöld“ í greininni og fyrirsögn hennar komi hvarvetna, í viðeigandi beygingarfalli: kostnaður.
                  b.      Í stað orðanna „Þegar um neytendakaup er að ræða og söluhlut“ í 2. mgr. komi: Ef söluhlut í neytendakaupum.
     6.      Við 18. gr. Í stað orðsins „Reglurnar“ í upphafi 1. mgr. komi: Reglur.
     7.      Við 19. gr. Í stað orðanna „er um galla að ræða“ í 1. mgr. komi: telst hann gallaður.
     8.      Við 22. gr. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: enda sé það kaupanda í hag.
     9.      Við 24. gr. Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ í 1. málsl. komi: án ástæðulauss dráttar.
     10.      Við 25. gr. Við 3. mgr. bætist: eða ljóst er að hann muni ekki efna.
     11.      Við 27. gr. Í stað orðanna „sams konar óbeint tjón og nefnt er í“ í 4. mgr. komi: óbeint tjón skv.
     12.      Við 28. gr. Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ komi: án ástæðulauss dráttar.
     13.      Við 30. gr. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: enda sé það kaupanda í hag.
     14.      Við 32. gr.
                  a.      Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ í 1. mgr. komi: án ástæðulauss dráttar.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Við sölu á byggingarefni, sem ætlaður er verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti, er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að efninu var veitt viðtaka.
     15.      Við 34. gr.
                  a.      Í stað orðanna „nýja greiðslu“ í 1. mgr. komi: nýjan hlut.
                  b.      3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þá er ekki heldur unnt að krefjast nýrrar afhendingar ef hlutur var til staðar við kaup og hefur slíka eiginleika miðað við væntingar aðila að ekki er með sanngirni unnt að krefjast þess að hann verði bættur með öðrum hlut.
     16.      Við 36. gr. Í stað orðanna „áður en hæfilegur tími er liðinn frá því að hann fékk slíka vitneskju“ í 2. mgr. komi: án ástæðulauss dráttar.
     17.      Við 39. gr. Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ í 2. mgr. komi: án ástæðulauss dráttar.
     18.      Við 41. gr. Við 4. mgr. bætist: enda sé það kaupanda í hag.
     19.      Við 42. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Réttur kaupanda til að halda eftir kaupverði.
     20.      Við 48. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er verði 1. málsl. svohljóðandi: Auk greiðslu í reiðufé er kaupanda heimilt að inna greiðslu af hendi með öðrum viðurkenndum greiðsluaðferðum.
     21.      Fyrirsögn VI. kafla frumvarpsins verði: Skyldur kaupanda. Kaupverð.
     22.      Við 59. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þegar um drátt á efndum af hálfu kaupanda er að ræða“ í a-lið komi: við drátt á efndum af hálfu kaupanda.
                  b.      Í stað orðanna „þegar um aðrar vanefndir er að ræða innan hæfilegs tíma“ í b-lið komi: við aðrar vanefndir án ástæðulauss dráttar.
     23.      Við 60. gr. Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ í 1. og 2. mgr. komi: án ástæðulauss dráttar.
     24.      Við 66. gr. Í stað orðanna „í heild eða að hluta eyðilagst eða rýrnað“ í b-lið 1. mgr. komi: rýrnað, skemmst eða eyðilagst.
     25.      Við 71. gr. Við greinina bætist: þ.m.t. hvað varðar vaxtafót, upphafstíma vaxta og útreikning vaxta.
     26.      Við 79. gr. Við bætist: enda sé það kaupanda í hag.
     27.      Við 85. gr. Í stað orðanna „innan hæfilegs tíma“ í 1. mgr. komi: án ástæðulauss dráttar.
     28.      Við 99. gr. 1. mgr. orðist svo:
              Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2001.
     29.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Viðskiptaráðherra skipar kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem starfa skal frá gildistöku laganna og út árið 2005. Nefndarmenn skulu vera þrír. Ráðherra skipar einn nefndarmanna eftir tilnefningu Neytendasamtakanna, annan eftir tilnefningu Verslunarráðs Íslands og þann þriðja skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Hann skal fullnægja skilyrðum til að vera dómari.
             Kostnaður af störfum kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa greiðist úr ríkissjóði.
             Greini aðila að lausafjárkaupum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum þessum geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið.
             Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
             Viðskiptaráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um valdsvið og verkefni kærunefndar, málsmeðferðarreglur fyrir nefndinni og störf hennar að öðru leyti.