Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1061  —  421. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um húsgöngu- og fjarsölusamninga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. 1. tölul. orðist svo: Neytandi er í lögum þessum einstaklingur sem er kaupandi í viðskiptum sem lög þessi taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.
     2.      Við 3. gr. 1. tölul. orðist svo: Samninga um smíði, byggingu eða önnur réttindi í sambandi við fasteignir. Lögin taka þó til leigusamninga.
     3.      Við 9. gr. Í stað orðanna „fimm dögum“ komi: frá og með sjötta degi.
     4.      Við 10. gr. 4. tölul. falli brott.