Ferill 489. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1062  —  489. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 133/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason og Birgi Má Ragnarsson frá viðskiptaráðuneyti, Finn Sveinbjörnsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna, Þuríði Einarsdóttur frá Póstmannafélagi Íslands og Einar Þorsteinsson frá Íslandspósti hf. Umsagnir um málið bárust frá Sambandi íslenskra bankamanna, Póstmannafélagi Íslands, Samtökum fjárfesta og sparifjáreigenda og Fjármálaeftirlitinu. Þá barst nefndinni sameiginleg umsögn Sambands íslenskra viðskiptabanka og Sambands íslenskra sparisjóða.
    Með frumvarpinu er lagt til að viðskiptabönkum og sparisjóðum verði heimilað að veita póstþjónustu fyrir hönd aðila sem leyfi hafa til að veita slíka þjónustu. Er það mikilvægt þar sem samvinna um slíka þjónustu leiðir til þess að unnt verður að veita hana víðar en ella.
    Við meðferð málsins urðu nokkrar umræður um fækkun starfsmanna póstsins vegna þessara breytinga. Leggur nefndin áherslu á að þar sem fjölga þarf starfsfólki í bönkunum til að sinna póstþjónustunni verði starfsmenn póstsins látnir hafa forgang til starfanna eftir því sem kostur er.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 25. apríl 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara