Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1075  —  599. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu Möller um greiðslur til hjúkrunarheimila.

     1.      Hverjar voru heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila/hjúkrunarrýma vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga árin 1998 og 1999 samkvæmt daggjöldum/föstum fjárlögum?
    Heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga samkvæmt daggjöldum/föstum fjárlögum voru 4.324,9 millj. kr. árið 1998 og 5.123,1 millj. kr. árið 1999.
    Auk þess eru greiddar fjárveitingar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni vegna hjúkrunarrýma sem eru rekin í tengslum við annan rekstur, en þær fjárveitingar eru ekki aðgreindar frá öðrum rekstri stofnananna.
    Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu greiðslna til stofnana.

     2.      Hverjar voru heildargreiðslur vegna vasapeninga aldraðra á hjúkrunarheimilum/hjúkrunarrýmum 1998 og 1999?
    Vasapeningar aldraðra í hjúkrunarrýmum greiddir af Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1998 voru 95,4 millj. kr. og 134,3 millj. kr. árið 1999.

     3.      Hvað greiddu aldraðir á hjúkrunarheimilum/hjúkrunarrýmum samkvæmt reglugerð nr. 47/1990 árin 1998 og 1999?
    Þátttaka í vistunarkostnaði samkvæmt reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 47/1990, var 42 millj. kr. árið 1998 og 56,1 millj. kr. árið 1999.

     4.      Hverjar eru heildargreiðslur vegna dvalarheimilisuppbótar aldraðra árin 1998 og 1999?
    Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins vegna dvalarheimilisuppbótar aldraðra voru 649,3 millj. kr. árið 1998 og 666,9 millj. kr. árið 1999.


Heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila/hjúkrunarrýma
vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga árin 1998 og 1999.


Stofnun 1998
millj. kr.
1999
millj. kr.
Sólvangur, Hafnarfirði
276,3 365,2
Sundabúð II, Vopnafirði
31,5 51,0
Sunnuhlíð, Kópavogi
151,6 186,3
Hjúkrunarheimilið Skjól
333,1 362,3
Hjúkrunarheimilið Eir
355,3 380,5
Garðvangur, Garði
119,3 141,3
Hjúkrunarheimilið Skógarbær
236,6 305,5
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum
185,9 222,8
Víðines
96,6 123,9
Seljahlíð, Reykjavík
72,8 75,7
Hornbrekka, Ólafsfirði
62,6 63,0
Dalbær, Dalvík
58,0 63,2
Hulduhlíð, Eskifirði
58,3 59,0
Hjallatún, Vík
26,2 27,5
Höfði, Akranesi
74,7 107,1
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum
48,7 70,4
Barmahlíð, Reykhólum
30,1 31,4
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi
53,5 55,2
Fellaskjól, Grundarfirði
12,9 16,2
Naust, Þórshöfn
22,6 26,0
Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi
17,8 27,3
Jaðar, Ólafsvík
7,9 10,9
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri
32,0 34,0
Lundur, Hellu
62,9 66,6
Hrafnista, Reykjavík
438,0 594,5
Hrafnista, Hafnarfirði
423,5 486,3
Grund, Reykjavík
496,4 482,9
Ás/Ásbyrgi, Hveragerði
102,8 181,1
Kumbaravogur, Stokkseyri
98,5 114,8
Fellsendi, Búðardal
30
,7
37,8
D.a.h. Vesturhlíð, Reykjavík
11,1 10,4
Reynslusveitarfélagið Akureyri
203,7 217,9
Reynslusveitarfélagið Höfn
93,0 116,5
Uppsalir, Fáskrúðsfirði
8,6
Pottur til daggjaldastofnana*
221,8
Pottur til hjúkrunarheimila á föstum fjárlögum*
20,0
Samtals
4.324,9 5.123,1

*Samþykkt á fjáraukalögum 1999 eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu stofnana. Fjárveitingum hefur ekki verið skipt niður á hjúkrunarheimilin.