Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1075 — 599. mál.
Svar
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu Möller um greiðslur til hjúkrunarheimila.
1. Hverjar voru heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila/hjúkrunarrýma vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga árin 1998 og 1999 samkvæmt daggjöldum/föstum fjárlögum?
Heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga samkvæmt daggjöldum/föstum fjárlögum voru 4.324,9 millj. kr. árið 1998 og 5.123,1 millj. kr. árið 1999.
Auk þess eru greiddar fjárveitingar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni vegna hjúkrunarrýma sem eru rekin í tengslum við annan rekstur, en þær fjárveitingar eru ekki aðgreindar frá öðrum rekstri stofnananna.
Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu greiðslna til stofnana.
2. Hverjar voru heildargreiðslur vegna vasapeninga aldraðra á hjúkrunarheimilum/hjúkrunarrýmum 1998 og 1999?
Vasapeningar aldraðra í hjúkrunarrýmum greiddir af Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1998 voru 95,4 millj. kr. og 134,3 millj. kr. árið 1999.
3. Hvað greiddu aldraðir á hjúkrunarheimilum/hjúkrunarrýmum samkvæmt reglugerð nr. 47/1990 árin 1998 og 1999?
Þátttaka í vistunarkostnaði samkvæmt reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 47/1990, var 42 millj. kr. árið 1998 og 56,1 millj. kr. árið 1999.
4. Hverjar eru heildargreiðslur vegna dvalarheimilisuppbótar aldraðra árin 1998 og 1999?
Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins vegna dvalarheimilisuppbótar aldraðra voru 649,3 millj. kr. árið 1998 og 666,9 millj. kr. árið 1999.
Heildargreiðslur til reksturs hjúkrunarheimila/hjúkrunarrýma
vegna aldraðra hjúkrunarsjúklinga árin 1998 og 1999.
Stofnun | 1998 millj. kr. |
1999 millj. kr. |
Sólvangur, Hafnarfirði
|
276,3 | 365,2 |
Sundabúð II, Vopnafirði
|
31,5 | 51,0 |
Sunnuhlíð, Kópavogi
|
151,6 | 186,3 |
Hjúkrunarheimilið Skjól
|
333,1 | 362,3 |
Hjúkrunarheimilið Eir
|
355,3 | 380,5 |
Garðvangur, Garði
|
119,3 | 141,3 |
Hjúkrunarheimilið Skógarbær
|
236,6 | 305,5 |
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum
|
185,9 | 222,8 |
Víðines
|
96,6 | 123,9 |
Seljahlíð, Reykjavík
|
72,8 | 75,7 |
Hornbrekka, Ólafsfirði
|
62,6 | 63,0 |
Dalbær, Dalvík
|
58,0 | 63,2 |
Hulduhlíð, Eskifirði
|
58,3 | 59,0 |
Hjallatún, Vík
|
26,2 | 27,5 |
Höfði, Akranesi
|
74,7 | 107,1 |
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum
|
48,7 | 70,4 |
Barmahlíð, Reykhólum
|
30,1 | 31,4 |
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi
|
53,5 | 55,2 |
Fellaskjól, Grundarfirði
|
12,9 | 16,2 |
Naust, Þórshöfn
|
22,6 | 26,0 |
Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi
|
17,8 | 27,3 |
Jaðar, Ólafsvík
|
7,9 | 10,9 |
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri
|
32,0 | 34,0 |
Lundur, Hellu
|
62,9 | 66,6 |
Hrafnista, Reykjavík
|
438,0 | 594,5 |
Hrafnista, Hafnarfirði
|
423,5 | 486,3 |
Grund, Reykjavík
|
496,4 | 482,9 |
Ás/Ásbyrgi, Hveragerði
|
102,8 | 181,1 |
Kumbaravogur, Stokkseyri
|
98,5 | 114,8 |
Fellsendi, Búðardal
|
30
,7 |
37,8 |
D.a.h. Vesturhlíð, Reykjavík
|
11,1 | 10,4 |
Reynslusveitarfélagið Akureyri
|
203,7 | 217,9 |
Reynslusveitarfélagið Höfn
|
93,0 | 116,5 |
Uppsalir, Fáskrúðsfirði
|
8,6 | |
Pottur til daggjaldastofnana*
|
221,8 | |
Pottur til hjúkrunarheimila á föstum fjárlögum*
|
20,0 | |
Samtals
|
4.324,9 | 5.123,1 |
*Samþykkt á fjáraukalögum 1999 eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu stofnana. Fjárveitingum hefur ekki verið skipt niður á hjúkrunarheimilin. |