Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1098  —  285. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um brunatryggingar, nr. 48/1994.

(Eftir 2. umr., 28. apríl.)1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „fasteignaskrá stofnunarinnar“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: Landskrá fasteigna.
     b.      Í stað orðanna „fasteignaskrám stofnunarinnar“ í 2. málsl. 10. mgr. kemur: Landskrá fasteigna.

2. gr.

    6. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Til þess að standa straum af kostnaði Fasteignamats ríkisins við að uppfæra og halda Landskrá fasteigna skulu húseigendur greiða til þess sérstakt umsýslugjald á árunum 2000– 2004. Skal gjald þetta nema 0,025‰ (prómillum) af brunabótamati hverrar húseignar árið 2000, en á árunum 2001–2004 skal gjaldið nema 0,1‰ (prómilli) af brunabótamati hverrar húseignar. Skal vátryggingafélag innheimta gjaldið samhliða innheimtu brunatryggingariðgjalda og skila umsýslugjaldi til Fasteignamats ríkisins eigi síðar en 45 dögum eftir gjalddaga.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.