Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1118  —  630. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 55 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)


1. gr.

    Við 3. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ráðherra getur í reglu gerð kveðið á um að 1. málsl. skuli einnig eiga við um fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski eða heilfrysting rækju.

2. gr.

    Í stað orðanna „eða vinnsluskipi“ í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: vinnsluskipi eða frysti skipi, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 22. gr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð vinnslu og dreifingu sjáv arafurða sem gera mögulegt að koma til móts við athugasemdir sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við þá framkvæmd hér á landi að heimila innflutning sjávarafurða frá frystiskipum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins óháð því hvort þau eru skráð á listum yfir viður kennda framleiðendur, vinnsluskip og frystiskip. Slíkir listar eru birtir í viðaukum við ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sérstök skilyrði fyrir innflutningi sjávarafurða frá tilteknum ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og byggjast á upplýsing um frá ríkjum um viðurkennda aðila. Framkvæmdastjórnin tekur slíkar ákvarðanir á grund velli tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 91/493/EBE, um hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu sjávarafurða, sbr. 8. tölul. í kafla 6.1. í kafla 1 í viðauka I við EES-samninginn, sbr. tilskipun ráðherraráðsins nr. 92/48/EBE, um hollustuhætti um borð í skip um, tilgreindum í grein 3 (1) (a) (i) í tilskipun 91/493, sbr. 9. tölul. í kafla 6.1. í kafla 1 í við auka I við EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/1994. Í athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA segir að íhuguð verði formleg málsmeðferð ef núver andi framkvæmd verður ekki breytt. Túlkun stofnunarinnar á framangreindum tilskipunum og ákvörðunum þess efnis að einungis megi flytja inn sjávarafurðir frá viðurkenndum frysti skipum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins er ekki óumdeild á Evrópska efnahagssvæð inu. Auk Íslands hafa Noregur, Danmörk og Bretland heimilað innflutning sjávarafurða frystiskipa frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins óháð viðurkenningu þeirra. Rússnesk frystiskip flytja inn frosinn þorsk til framangreindra ríkja auk Íslands. Því er mikilvægt fyrir Ísland að sömu reglur gildi í öllum ríkjunum um slíkan innflutning. Þar sem fyrir liggur að Eftirlitsstofnun EFTA íhugar formlega málsmeðferð á hendur Íslandi og vegna þess að nokk ur óvissa ríkir um kröfur sem gerðar eru um viðurkenningu frystiskipa frá ríkjum utan Evr ópska efnahagssvæðisins er æskilegt að unnt verði að breyta framkvæmdinni hér á landi þeg ar skylda Íslands í þessum efnum liggur skýrt fyrir og ljóst er að framkvæmd á Evrópska efnahagssvæðinu er samræmd. Því er lagt til í 1. gr. frumvarpsins að 3. mgr. 22. gr. laganna verði breytt svo að ráðherra fái vald til að kveða á um það í reglugerð að gera skuli kröfu um viðurkenningu frystiskipa ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Lagt er til að ráðherra geti gert kröfu um að einungis megi flytja inn sjávarafurðir frysti skipa ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins sem viðurkennt er að uppfylli kröfur Evrópska efnahagssvæðisins um aðbúnað og hollustuhætti um borð í frystiskipum. Eins og greinir í al mennum athugasemdum er æskilegt að unnt verði að breyta núverandi framkvæmd með skjótum hætti ef skýrt þykir að Íslandi beri að gera slíka kröfu og fyrir liggur að önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins gera slíkt hið sama. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur ákvarðanir um viðurkenningu ríkja. Hún heldur skrár yfir viðurkennda framleiðendur, vinnsluskip og frystiskip viðurkenndra ríkja sem byggjast á upplýsingum frá ríkjunum. Við urkenning frystiskipa ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins til innflutnings á Evrópska efna hagssvæðið er háð því að skilyrði viðauka II við tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 92/48/EBE, um frystibúnað um borð, sé fullnægt.

Um 2. gr.

    Breyting þessi er í samræmi við breytingu skv. 1. gr. um að ráðherra geti krafist þess að frystiskip ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfi viðurkenningu til að flytja sjávaraf urðir til landsins.

Um 3. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55 10. júní 1998,
um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum.

    Frumvarpið felur í sér þá breytingu að þess verður krafist að frystiskip ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins sem vilja flytja sjávarafurðir inn í landið hafi hlotið viðurkenningu þess efnis að framleiðsla og meðferð sjávarafurða sé í samræmi við kröfur á Evrópska efnahags svæðinu. Þrátt fyrir að gildandi lög geri ekki kröfu um viðurkenningu frystiskipa er þess kraf ist að afla slíkra skipa sé landað á landamærastöð og sæti eftirliti þar. Framkvæmd eftirlitsins verður því óbreytt og að mati ráðuneytisins hefur frumvarpið ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð.