Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


1125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1159  —  399. mál.




Nefndarálit



um frv. til. l. um breyt. á l. um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, nr. 27/1995.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hákon Sigurgrímsson frá landbúnaðarráðuneyti og Baldvin Jónsson frá Áformi – átaksverkefni. Umsagnir bárust um málið frá Búnaðarsambandi Suðurlands, Bændasamtökum Íslands, Ferðamálaráði Íslands, Fiskistofu, Samtökum verslunar og þjónustu, Útflutningsráði Íslands og Vottunarstofunni Túni hf., Áformi – átaksverkefni og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárveiting til átaksverkefnis um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða verði framlengd til ársins 2002. Frá og með árinu 1995 hafa 25 millj. kr. runnið til þessa verkefnis árlega. Þessu fé hefur verið varið til margvíslegra rannsóknar- og tilraunaverkefna sem talin hafa verið í samræmi við markmið laganna.
    Nefndin telur mikilvægt að styrkja og styðja við framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða og lítur svo á að það starf sem unnið hefur verið á vegum verkefnisins hafi verið til bóta hvað það varðar. Nefndin bendir á að setja þarf skýrari vinnureglur um starfsemi verkefnisins og notkun þess fjár sem það fær til umráða.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2000.



Hjálmar Jónsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Einar Már Sigurðarson.



Drífa Hjartardóttir.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Guðjón Guðmundsson.



Þuríður Backman,


með fyrirvara.


Einar Oddur Kristjánsson.







Prentað upp.