Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1181  —  553. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (HjálmJ, KHG, DrH, GuðjG, JBjart, EOK).



     1.      Við bætist ný grein sem verði 2. gr., svohljóðandi:
              1. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:
             Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts og nautgripakjöts til framleiðenda. Verðskerðingargjaldið skal vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Af nautgripakjöti skal gjaldið vera 800 kr. á alla slátraða gripi sem flokkast í UN og K gæðaflokka. Auk þess verði 400 kr. lagðar á hvern sláturgrip í framangreindum gæðaflokkum á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert.
     2.      Við 2. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
             Allir sauðfjárframleiðendur skulu taka þátt í útflutningi eða sæta útflutningsuppgjöri vegna útflutningskvaðar fyrir sama hlutfall af framleiðslu sinni að undanskildu því magni sem framleiðandi tekur til eigin nota samkvæmt heimild í reglugerð. Undanþegnir útflutningsuppgjöri eru þó þeir framleiðendur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks enda liggi fyrir fullnægjandi staðfesting um ásetning. Eru þeir þá skuldbundnir til að leggja aðeins inn afurðir þess fjár. Þetta hlutfall skal taka breytingum í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts á innlendum markaði reiknað frá 7.000 tonna árlegri sölu. Þá getur landbúnaðarráðherra ákveðið að fenginni tillögu Bændasamtaka Íslands að kjöt af sauðfé sem slátrað er á ákveðnum tímabilum utan haustsláturtíðar verði undanþegið útflutningsuppgjöri.
     3.      Við 8. gr. 2. efnismgr. orðist svo:
             Jöfnunargreiðslur reiknast þannig að greidd verður jöfnun, að hámarki 100 kr. á kíló á greiðslugrunn, sem reiknast á eftirfarandi hátt: Finna skal það meðalinnlegg dilkakjöts tveggja ára af árunum 1997, 1998 og 1999 sem er umfram 18,2 kg á hvert ærgildi lögbýlisins eins og það var skráð við hver áramót þar á undan. Reikna skal 30% álag á framleiðslu júní- og júlímánaða og 12% álag á framleiðslu ágústmánaðar. Sala líflamba vegna fjárskipta skal talin til framleiðslu. Sama gildir um eigin ásetning líflamba vegna uppbyggingar bústofns eftir fjárleysi.
     4.      Við 9. gr.
                  a.      Orðin „samkvæmt reglum sem landbúnaðarráðherra setur í reglugerð“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      3. málsl. falli brott.
     5.      Við 10. gr. Orðið „álagsgreiðslur“ falli brott.
     6.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
              Landbúnaðarráðherra skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. febrúar 2002 frumvarp     til laga um breytingu á IX. kafla laganna með nánari ákvæðum um álagsgreiðslur vegna gæðastýringar.