Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1184  —  229. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá Verslunarráði Íslands, Þjóðhagsstofnun, fjármálaráðuneyti, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, sjávarútvegsráðuneyti, Landssamtökum útvegsmanna kvótalítilla skipa, Byggðastofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Sjómannasambandi Íslands, Fiskistofu, Landssambandi smábátaeigenda, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Áhugahópi um auðlindir í almannaþágu, Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra.
    Með frumvarpinu er stefnt að því að taka á því vandamáli sem fylgt hefur tegundatilfærslum undanfarin ár. Segir í greinargerð að útgerðir hafi í reynd búið sér til kvóta langt umfram leyfilegan úthlutaðan fiskikvóta af viðkomandi fisktegund með slíkum tilfærslum og hafi það t.d. leitt til þess að árum saman hafi verið meira veitt af karfa en úthlutað hefur verið af þeirri fisktegund.
    Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í frumvarpinu og greinargerð með því og telur að tegundatilfærslur eins og þær hafa verið tíðkaðar gangi gegn markmiði laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, um vernd og uppbyggingu fiskstofna.
    Nefndin leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og leggur áherslu á að það komi til sérstakrar athugunar við þá heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem nú stendur yfir.
    Vilhjálmur Egilsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2000.Kristinn H. Gunnarsson,


varaform., frsm.


Drífa Hjartardóttir.


Hjálmar Árnason.Árni R. Árnason.


Guðmundur Hallvarðsson.


Jóhann Ársælsson.Svanfríður Jónasdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.


Prentað upp.