Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1187  —  210. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um starfsréttindi tannsmiða.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur.



    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Iðnaðarráðherra skal í samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipa nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða og kveða nánar á um menntun sjálfstætt starfandi tannsmiða með meistararéttindi og hvort skilgreina skuli þá sem heilbrigðisstétt sem lúti eftirliti landlæknis. Við störf sín skal nefndin hafa samráð við tannlæknadeild Háskóla Íslands og skal einn nefndarmanna tilnefndur af stjórn hennar. Nefndin skal skila skýrslu um störf sín og hugsanlegum tillögum um breytingar á núverandi fyrirkomulagi fyrir 1. janúar 2001.