Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1188  —  210. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um starfsréttindi tannsmiða.

Frá Þuríði Backman.



    Við 4. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Endurskoðun laganna fari fram innan tveggja ára.

Greinargerð.


    Tannsmiðir með meistararéttindi hafa ekki haft heimild til að vinna sjálfstætt en samkvæmt frumvarpinu verður umtalsverð breyting á því. Vinna í munnholi er heilbrigðismál og sá þáttur á að vera á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Nokkur reynsla ætti að vera komin á breytt fyrirkomulag innan tveggja ára og endurskoðun að geta farið fram þá, með sérstakri áherslu á menntun og starfssvið sjálfstætt starfandi tannsmiða með meistaréttindi, þ.e. hvort þeir heyri áfram undir iðnaðarráðherra eða hafi samsvarandi nám og réttindi og danskir klínískir tannsmiðir og heyri undir heilbrigðisráðherra.