Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1190  —  321. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta .

Frá Jóni Bjarnasyni.    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Í framhaldi af gildistöku laga þessara verði framkvæmd laganna tekin til endurskoðunar og kröfugerð fjármálaráðherra endurmetin. Þá verði nefnd sú sem ráðherra hefur haft sér til aðstoðar í þessu máli leyst frá störfum. Fjármálaráðherra verði falið að móta nýjar verklagsreglur fyrir kröfugerð ríkisins til þjóðlendna. Honum til aðstoðar verði skipuð fimm manna nefnd eða starfshópur samkvæmt tilnefningum landbúnaðarráðherra, umhverfisráðherra, iðnaðarráðherra og félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra skipar formann eða verkstjóra starfshópsins.
    Nýjar verklagsreglur skulu settar fyrir 1. október 2000 þannig að vinna geti þá haldið áfram á grundvelli laganna.