Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1203  —  406. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um veitinga- og gististaði, nr. 67/1985, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (ÁJ, HjÁ, JónK, GHall, ArnbS, ÞKG, LB, KLM).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „3. mgr. 2. gr.“ í inngangsmálsgrein komi: 2. mgr. 2. gr.
                  b.      Í stað orðsins „takmarkaðri“ í a-lið efnismálsgreinar komi: ótakmarkaðri.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „þrír“ í inngangsmálsgrein komi: fjórir.
                  b.      G-liður orðist svo:
                  Krá.
                  Veitingastaður með takmarkaða þjónustu og einfaldar eða engar veitingar í mat þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar.
                  c.      Við bætist nýr liður er verði h-liður og orðist svo:
                  Dansstaður.
                  Veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi sem aðallega hefur opið seint að kvöldi og að næturlagi og aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og dans gesta.
                  d.      H-liður, er verði i-liður, orðist svo:
                  Næturklúbbur.
                  Veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þeim veitingastöðum sem reka starfsemi sem falla undir nýja flokka skv. 2. gr. laga þessara er skylt að uppfylla skilyrði laganna og afla sér tilskilinna rekstrarleyfa fyrir 1. janúar 2001.