Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1209  —  567. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um rannsókn sjóslysa.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 3. gr. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: og skal einn þeirra vera formaður.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðsins „slys“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sjóslys.
     3.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Nú verður sjóslys, sbr. 1., 2. og 5. gr., og ber þá skipstjóra, útgerðarmanni, Tilkynningarskyldu íslenskra skipa, Landhelgisgæslu, lögregluyfirvöldum eða öðrum sem verða þess áskynja skylda til að tilkynna og ganga úr skugga um án undandráttar að rannsóknarnefnd sjóslysa fái vitneskju um slysið.
                  Skipstjóra eða þeim er kemur í hans stað er skylt að annast skráningu og tilkynningu allra slysa á mönnum sem verða á skipi eftir nánari reglum er samgönguráðuneytið setur í samráði við Tryggingastofnun ríkisins. Skráningar- og tilkynningarskyldan tekur m.a. til hvers konar vinnuslysa á sjó, eitrana, atvinnusjúkdóma og annarra þeirra atvika sem þýðingu kunna að hafa í því sambandi.