Ferill 547. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1222  —  547. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, HjÁ, SAÞ, PHB, GunnB).



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Á eftir orðunum „skv. 14. gr. sömu laga“ í 2. tölul. A-liðar 7. gr. laganna kemur: eða af meðlagsúrskurði sýslumanns eða samkomulagi um framfærslu barns sem staðfest hefur verið af sýslumanni, þó aldrei hærra en sem nemur fjárhæð tvöfalds barnalífeyris skv. 14. gr. laga um almannatryggingar.
     2.      Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                  a.      Í stað orðanna „1. tölul. 7. gr.“ í 1. málsl. a-liðar (8. gr. A) komi: 1. tölul. A-liðar 7. gr.
                  b.      3. málsl. a-liðar (8. gr. A) orðist svo: Með gangverði er átt við skráð markaðsverð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði þegar kaupréttur er nýttur.
                  c.      Í stað orðsins „hlutir“ í 4. málsl. a-liðar (8. gr. A) komi: hlutabréf.
                  d.      Á eftir orðinu „hlutabréfum“ í 1. tölul. l. mgr. b-liðar (8. gr. B) komi: eða hlutum.
                  e.      Á eftir orðinu „hlutabréfin“ í 5. tölul. 1. mgr. b-liðar (8. gr. B) komi: eða hlutina.
                  f.      Við b-lið (8. gr. B) bætist ný málsgrein er orðist svo:
                     Kaup á hlutabréfum samkvæmt þessari grein veita ekki rétt til frádráttar frá tekjum skv. 1. tölul. B-liðar 30. gr.
     3.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  5. tölul. 28. gr. laganna orðast svo: Framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þó skal telja framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda til skattskyldra tekna ef iðgjaldagreiðslur frá launagreiðanda eða sjálfstætt starfandi manni skapa réttindi til greiðslu ellilífeyris umfram þau meðallaun sem greitt hefur verið af síðustu fimm ár miðað við að ellilífeyrir sé tekinn með jöfnum greiðslum frá 65 ára aldri. Við mat á réttindum til ellilífeyris skal miðað við að áfram sé greitt í lífeyrissjóð af meðallaunum síðustu fimm ára eftir því sem lög eða kjarasamningar mæla fyrir um. Hafi í kjarasamningum verið samið um iðgjald í lífeyrissjóð eða það bundið í lögum skal það aldrei teljast til skattskyldra tekna.
     4.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 1. mgr. 30. gr. laganna:
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „2%“ í 5. tölul. kemur: 4%.
                  b.      Í stað hlutfallstölunnar „2%“ í 6. tölul. kemur: 4%.
     5.      Við 5. gr. Á eftir a-lið greinarinnar komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „á Verðbréfaþingi Íslands“ í 3. og 5. mgr. komi: í kauphöll á Evrópska efnahagssvæðinu.

Prentað upp.

     6.      Við 6. gr. Á eftir orðunum „lífeyrisréttinda starfsmanna“ komi: í lífeyrissjóði sem starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
     7.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
                  Beiðni um bindandi álit, sbr. 12. gr. laga þessara, sem borist hefur ríkisskattstjóra til ákvörðunar á grundvelli laga um bindandi álit í skattamálum skal við gildistöku laga þessara sent fjármálaráðherra til ákvörðunar. Bindandi álit ríkisskattstjóra sem kært hefur verið eða kæranlegt er til yfirskattanefndar skv. 5. gr. laga nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum, skal sæta úrlausn hjá yfirskattanefnd.