Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1230  —  550. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Eggert J. Hilmarsson, Ragnheiði Snorradóttur og Björn R. Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti, Indriða H. Þorláksson og Steinþór Haraldsson frá ríkisskattstjóra, Sigríði Á. Andersen frá Verslunarráði Íslands, Helenu Hilmarsdóttir frá Verðbréfaþingi Íslands, Hrafn Magnússon og Ólaf Nilsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Rannveigu Sigurðardóttur og Ara Skúlason frá Alþýðusambandi Íslands, Svein Hannesson frá Samtökum iðnaðarins, Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna og Ingimund Friðriksson frá Seðlabanka Íslands. Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Samtökum fjárfesta og sparifjáreigenda, Verðbréfaþingi Íslands, ríkisskattstjóra, Fjármálaeftirlitinu, Alþýðusambandi Íslands og Landssamtökum lífeyrissjóða.
    Með frumvarpinu er lagt til að hlutfall tryggingagjalds, sem launagreiðendur eða menn sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi geta haldið eftir af gjaldstofni tryggingagjalds ef sá hluti er lagður fram sem mótframlag við iðgjaldshluta launamanns vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, verði hækkað úr 0,2% í 0,4%.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.