Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1268  —  553. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá Þuríði Backman.



    Við 6. gr.
     a.      2. efnismgr. orðist svo:
                  Heimilt er að flytja greiðslumark milli lögbýla fram til 1. janúar 2004 með eftirtöldum skilyrðum: við sameiningu lögbýla; ef eigandi lögbýlis, sem hefur búið og stundað framleiðslu síðastliðin tvö ár, flytur á annað lögbýli; og ef eigandi að sérskráðu greiðslumarki flytur á annað lögbýli. Þegar ríkissjóður hefur keypt upp 45.000 ærgildi, sbr. 4. mgr., og áður en kemur til frjáls framsals greiðslumarks, skal gera úttekt á áhrifum uppkaupanna á búsetu og afkomu sauðfjárbænda. Frjálst framsal greiðslumarks verði heimilað með tilliti til niðurstöðu úttektarinnar. Framsal greiðslumarks skal taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast framsalshafa frá sama tíma. Tilkynna skal Bændasamtökum Íslands framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna beingreiðslna fyrir viðkomandi ár.
     b.      Við bætist ný málsgrein, og orðast svo:
                  Verði þeir fjármunir ekki fullnýttir sem ætlaðir eru til greiðslu eða uppkaupa samkvæmt samningi þessum skal þeim varið til verkefna innan búgreinarinnar.