Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1271  —  522. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um kosningar til Alþingis.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (ÞKG, GÖ, HjálmJ, JBjart, LB, KF).     1.      Við 32. gr. Í stað „108. og 109. gr.“ í 2. mgr. komi: 108. gr.
     2.      Við 107. gr. 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 108. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:

Úthlutun jöfnunarsæta.


             Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
             Til þess að finna hve mörg jöfnunarsæti koma í hlut stjórnmálasamtaka, sem fullnægja skilyrðum 1. mgr., og hvaða framboðslistar þeirra hafa hlotið jöfnunarsæti skal fyrst telja saman atkvæðatölur þeirra á landinu öllu og kjördæmissæti þeirra skv. 107. gr.
             Síðan skal fara þannig að fyrir þessi samtök:
              1.      Deila skal í atkvæðatölur samtakanna með tölu kjördæmissæta þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomutölurnar nefnast landstölur samtakanna.
              2.      Taka skal saman skrá um þau tvö sæti hvers framboðslista sem næst komust því að fá úthlutun í kjördæmi skv. 107. gr. Við hvert þessara sæta skal skrá hlutfall útkomutölu sætisins skv. 1. tölul. 107. gr. af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu.
              3.      Finna skal hæstu landstölu skv. 1. tölul. sem hefur ekki þegar verið felld niður. Hjá þeim stjórnmálasamtökum, sem eiga þá landstölu, skal finna hæstu hlutfallstölu lista skv. 2. tölul. og úthluta jöfnunarsæti til hans. Landstalan og hlutfallstalan skulu síðan báðar felldar niður.
              4.      Nú eru tvær eða fleiri lands- eða hlutfallstölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 3. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.
              5.      Þegar lokið hefur verið að úthluta jöfnunarsætum í hverju kjördæmi skv. 2. mgr. 8. gr. skulu hlutfallstölur allra lista í því kjördæmi felldar niður.
              6.      Hafi allar hlutfallstölur stjórnmálasamtaka verið numdar brott skal jafnframt fella niður allar landstölur þeirra.
              7.      Beita skal ákvæðum 3. tölul. svo oft sem þarf þar til lokið er úthlutun allra jöfnunarsæta, sbr. 2. mgr. 8. gr.
Prentað upp.
        


     4.      Við 109. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:

Jöfnunarmenn og varaþingmenn.


             Frambjóðendur, sem hljóta jöfnunarsæti, teljast þingmenn þess kjördæmis þar sem þeir eru í framboði, í þeirri röð sem sætum er úthlutað eftir 108. gr.
             Listi í kjördæmi, sem hlotið hefur þingmann eða þingmenn kjörna skv. 107. eða 108. gr., hefur rétt til jafnmargra varaþingmanna.
     5.      Við 110. gr. Í stað „107. og 109. gr.“ í 1. mgr. komi: 107. og 108. gr.
     6.      Við 113. gr. Í stað „108. og 109. gr.“ komi: 108. gr.
     7.      Við 114. gr. Í stað orðanna „Sé frambjóðandi eigi mættur eða umboðsmaður hans“ í 3. málsl. 5. mgr. komi: Sé umboðsmaður eigi mættur.
     8.      Við 122. gr. Í stað „107. og 110. gr.“ í 1. mgr. komi: 109. og 110. gr.
     9.      Við 129. gr. Í stað „107.–109. gr.“ í 2. mgr. komi: 107.–108. gr.