Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1281  —  386. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um mat á umhverfisáhrifum.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 1. gr. B-liður orðist svo: að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða vegna framkvæmdar sem áhrif hefur á umhverfið.
     2.      Við 2. gr. Á eftir orðunum „í landhelgi“ komi: lofthelgi.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      C-liður orðist svo: Framkvæmd: Hvers konar nýframkvæmd eða breyting á eldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir sem undir lög þessi falla.
                  b.      Orðið „Endanlegt“ í d-lið falli brott.
                  c.      F-liður orðist svo: Matsáætlun: Áætlun framkvæmdaraðila byggð á tillögu hans um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis leggja skuli áherslu í matsskýrslu og um kynningu og samráð við gerð matsskýrslu.
                  d.      Á eftir orðinu „jarðveg“ í j-lið komi: jarðmyndanir.
                  e.      K-liður orðist svo: Umhverfisáhrif: Áhrif framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir á umhverfi.
                  f.      L-liður orðist svo: Umtalsverð umhverfisáhrif: Veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.
     4.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:

Yfirstjórn og framkvæmd.

                  Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Á varnarsvæðum fer utanríkisráðherra með lögsögu samkvæmt lögum um yfirstjórn mála á varnarsvæðum.
                  Skipulagsstofnun er ráðherra til ráðgjafar og annast eftirlit með framkvæmd laga þessara og veitir leiðbeiningar samkvæmt þeim. Skipulagsstofnun úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir og tekur ákvörðun um hvort framkvæmd skv. 6. gr. skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
     5.      Við 5. gr. 2.–4. mgr. orðist svo:
                  Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd er fyrirhuguð á sama svæði getur ráðherra, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila, ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.
                  Heimilt er ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að ákveða að tiltekin framkvæmd, eða hluti hennar, sem varðar almannaheill og/eða öryggi landsins sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum. Í slíkum tilvikum skal ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif hennar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður fyrir undanþágunni. Ráðherra ber áður en undanþága er veitt að tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni á hvaða forsendu hún er veitt og einnig að láta sameiginlegu EES-nefndinni í té þær upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að.
                  Ráðherra getur heimilað í sérstökum undantekningartilvikum, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og leyfisveitenda, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, eða hluta hennar, samkvæmt þessari grein og 6. gr. fari fram með öðrum hætti en kveðið er á um í lögum þessum. Málsmeðferð slíks mats skal vera jafngild þeirri málsmeðferð sem mælt er fyrir um í IV. kafla.
     6.      Við 6. gr.
                  a.      Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Skipulagsstofnun skal gera hlutaðeigandi grein fyrir niðurstöðu sinni og kynna hana almenningi.
                  b.      Við 3. mgr. bætist: og taka ákvörðun um hvort hún eigi undir grein þessa.
                  c.      Við 4. mgr. bætist: og almenningi.
     7.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Umhverfisráðherra er heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að mæla svo um í reglugerð að framkvæmd sem ekki er talin upp í 1. og 2. viðauka við lög þessi skuli háð mati ef sýnt þykir að hún geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Sama gildir um framkvæmd sem varðar alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Við ákvörðunina skal ráðherra fylgja viðmiðunum í 3. viðauka við lög þessi og leita álits Skipulagsstofnunar, leyfisveitenda, framkvæmdaraðila og annarra eftir eðli máls hverju sinni.
     8.      Við 8. gr.
                  a.      2. og 3. mgr. orðist svo:
                     Skipulagsstofnun skal taka ákvörðun um tillögu framkvæmdaraðila innan fjögurra vikna frá því að tillaga berst, að fenginni umsögn leyfisveitenda og eftir atvikum annarra aðila. Fallist Skipulagsstofnun ekki á tillögu að matsáætlun skal stofnunin rökstyðja ákvörðun sína, gera grein fyrir því sem hún telur ábótavant og leiðbeina framkvæmdaraðila um frekari vinnslu tillögu að matsáætlun.
                     Fallist Skipulagsstofnun á tillögu að matsáætlun skal hún kynnt leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum.
                  b.      Á eftir orðunum „síðari stigum“ í 4. mgr. kemur: sbr. 9. og 10. gr.
     9.      Við 9. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Heimilt er framkvæmdaraðila að kynna drög að matsskýrslu og óska eftir athugasemdum við hana.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Í matsskýrslu skal tilgreina þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem fyrirhuguð framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir kann að hafa á umhverfi.
     10.      Við 10. gr. Í stað orðanna „athugun stofnunarinnar“ í 6. mgr. komi: hina fyrirhuguðu framkvæmd og matsskýrslu.
     11.      Við 11. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „með eða án skilyrða“ í a-lið 2. mgr. komi: eða.
                  b.      B-liður 2. mgr. falli brott.
                  c.      3. mgr. falli brott.
                  d.      Á undan orðunum „niðurstöðu og hvaða“ í 4. mgr. komi: og.
                  e.      Á eftir orðunum „Skipulagsstofnun er heimilt“ í 5. mgr. komi: í úrskurði sínum.
                  f.      Í stað 7. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Hafi forsendur breyst vegna nýrra upplýsinga er Skipulagsstofnun heimilt að gera minni háttar breytingar á úrskurði sínum um mat á umhverfisáhrifum eftir birtingu hans hafi þær breytingar ekki verið fyrirsjáanlegar þegar úrskurður var birtur eða séu þær taldar til bóta og í samræmi við tilgang laganna. Skal breyting kynnt á sama hátt og úrskurður skv. 5. mgr. Ákvörðun Skipulagsstofnunar samkvæmt þessari málsgrein er kæranleg til ráðherra.
                     Hefjist framkvæmdir ekki innan tíu ára frá úrskurði Skipulagsstofnunar skal stofnunin ákvarða hvort mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli fara fram að nýju samkvæmt lögunum.
     12.      Við 15. gr. Í stað orðanna „starfsleyfisskylda framkvæmd“ í 2. mgr. komi: framkvæmd vegna starfsleyfisskylds atvinnureksturs.
     13.      Við 16. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Óheimilt er að gefa út leyfi fyrir framkvæmd skv. 6. gr. nema fyrir liggi úrskurður um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
     14.      Við 19. gr. Greinin orðist svo:
             Umhverfisráðherra setur í reglugerð, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, nánari ákvæði um framkvæmd laganna, þar með talið um:
                  a.      tilkynningar um framkvæmdir skv. 2. viðauka,
                  b.      framsetningu matsáætlunar, matsskýrslu og gögn,
                  c.      samráðsferlið,
                  d.      annars konar mat,
                  e.      aðgang almennings að gögnum,
                  f.      kynningu á framkvæmd og úrskurðum,
                  g.      framlagningu frekari gagna,
                  h.      minni háttar breytingar á úrskurðum,
                  i.      samtengingu vinnu við mat á umhverfisáhrifum og starfsleyfis,
                  j.      eftirlit.
     15.      Við ákvæði til bráðabirgða III. Ákvæðið orðist svo:
                  Lög þessi skulu endurskoðuð fyrir 1. janúar 2003. Við endurskoðunina skal sérstaklega kanna hvort ástæða sé til að sameina og samræma mat, sbr. 11.–13. gr., við leyfisveitingar fyrir einstökum framkvæmdum, í hvaða mæli skipulagsáætlanir geti komið í stað mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar og hvort færa beri ábyrgð á mati til framkvæmdaraðila í ríkari mæli en gert er í lögum þessum.
     16.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum skv. 19. gr. skal sett eins fljótt og auðið er og skal hún hafa öðlast gildi eigi síðar en 1. október 2000.
     17.      Við 1. viðauka.
                  a.      2. tölul. orðist svo: Jarðvarmavirkjanir og önnur varmaorkuver með 50 MW uppsett varmaafl eða meira og önnur orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira.
                  b.      8. tölul. orðist svo: Lagning járnbrauta um langar vegalengdir.
                  c.      Í stað orðanna „nær yfir a.m.k. 10 km svæði“ í ii-lið 10. tölul. komi: er a.m.k. 10 km að lengd.
                  d.      12. tölul. orðist svo: Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári.
                  e.      Orðin „í viðskiptaskyni“ í 16. tölul. falli brott.
                  f.      Við 17. tölul. bætist: eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m 3.
                  g.      Á eftir orðunum „1 km eða lengri“ í 18. tölul. komi: og 50 sm í þvermál eða meira.
                  h.      Orðin „eða þar sem vinnslutími er áætlaður tíu ár eða lengri“ í 21. tölul. falli brott.
     18.      Við 2. viðauka.
                  a.      Í stað orðanna „10 ha“ í a-lið 1. tölul. komi: 20 ha.
                  b.      D-liður 1. tölul. orðist svo: Nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum og ruðningur á náttúrulegum skógi.
                  c.      F-liður 1. tölul. orðist svo: Stöðvar þar sem fram fer þauleldi alifugla og svína með:
                      i.      40.000 stæði fyrir kjúklinga eða hænur,
                      ii.      2.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg) eða fleiri eða
                      iii.      750 stæði fyrir gyltur eða fleiri.
                   Stöðvar þar sem fram fer þauleldi búfjár á verndarsvæðum.
                  d.      Orðin „eða þar sem vinnslutími er tíu ár eða lengri“ í a-lið 2. tölul. falli brott.
                  e.      Orðin „(Framkvæmdir ekki tilgreindar í 1. viðauka.)“ í a-lið 2. tölul. og sömu orð hvarvetna annars staðar í viðaukanum falli brott.
                  f.      Á undan i-lið c-liðar 2. tölul. kemur nýr liður er orðist svo: borun á vinnsluholum og rannsóknarholum á háhitasvæðum.
                  g.      Við i-lið c-liðar 2. tölul. bætist: eða í næsta nágrenni.
                  h.      Í stað orðanna „5 milljóna“ í iii-lið c-liðar 2. tölul. komi: 2 milljóna.
                  i.      Í stað orðsins „Iðjuver“ í d-lið 2. tölul. komi: Jarðvarmavirkjanir.
                  j.      Í stað orðsins „hráorku“ í a-lið 3. tölul. komi: hráafli.
                  k.      Við b-lið 3. tölul. bætist: og sæstrengir.
                  l.      Í stað orðanna „500 kW“ í h-lið 3. tölul. komi: 2 MW.
                  m.      A-liður 4. tölul. orðist svo: Stöðvar til framleiðslu á 20 tonnum á dag eða meira af steypujárni og stáli (fyrsta og önnur bræðsla) ásamt samfelldri steypingu.
                  n.      F-liður 5. tölul. orðist svo: Framleiðsla á keramikvörum með brennslu, svo sem þakflísum, múrsteinum, eldföstum múrsteinum, flísum, leirmunum eða postulíni, 75 tonn á dag eða meira eða rúmtak ofns er 4 m 3 eða meira.
                  o.      Við b-lið 7. tölul. bætist: 75 tonn á dag eða meira.
                  p.      Við c-lið 7. tölul. bætist: 200 tonn á dag eða meira.
                  q.      Í stað orðsins „beðmi“ í d-lið 8. tölul. komi: sellulósa.
                  r.      9. tölul. orðist svo: Gúmmíiðnaður:
                  Framleiðsla og meðferð á vörum úr gúmmílíki.
                  s.      Á undan orðinu „Sporvagnar“ í e-lið 10. tölul. komi: Járnbrautir.
                  t.      Við h-lið 10. tölul. bætist: þó ekki viðhald og endurbygging slíkra mannvirkja.
                  u.      B-liður 11. tölul. orðist svo: Förgunarstöðvar þar sem úrgangur er brenndur, meðhöndlaður með efnum eða urðaður.
                  v.      Í stað orðsins „Prófunarbekkir“ í f-lið 11. tölul. komi: Prófunaraðstaða.
                  w.      Í stað orðsins „steinullartrefjar“ í g-lið 11. tölul. komi: manngerðar steinefnatrefjar.
                  x.      K-liður 11. tölul. orðist svo: Snjóflóðavarnargarðar til varnar þéttbýli.
                  y.      Við f-lið 12. tölul. bætist: sem ná yfir að minnsta kosti 2 ha svæði.
     19.      Við 3. viðauka. Í stað orðsins „mengunarvarnareglugerð“ í d-lið iii-liðar 2. tölul. komi: reglugerð um varnir gegn mengun vatns.