Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1299  —  386. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um mat á umhverfisáhrifum.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur.     1.      Við 5. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Heimilt er ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að ákveða að tiltekin framkvæmd, eða hluti hennar, sem varðar almannaheill og/eða öryggi landsins sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum. Í slíkum tilvikum skal ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif hennar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður fyrir undanþágunni. Ráðherra ber áður en undanþága er veitt að tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni á hvaða forsendu hún er veitt og einnig að láta sameiginlegu EES-nefndinni í té þær upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að.
     2.      Við 11. gr. Lokamálsliður 7. mgr. orðist svo: Hefjist framkvæmdir ekki innan fimm ára frá úrskurði Skipulagsstofnunar skal stofnunin ákvarða hvort mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli fara fram að nýju samkvæmt lögunum.
     3.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað orðanna „fyrir árslok 2002“ í 1. mgr. komi: áður en fimm mánuðir eru liðnir frá gildistöku laga þessara.
     4.      Við 1. viðauka. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Áætlanir um landshlutabundin skógræktarverkefni, sbr. lög nr. 56/1999.
     5.      Við 2. viðauka. Orðin „sem til samans nær yfir 10 ha svæði eða stærra eða er á verndarsvæðum“ í d-lið 1. tölul. falli brott.