Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1302  —  246. mál.





Skýrsla



félagsmálaráðherra um kjör forræðislausra foreldra, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)


Inngangur.
    Með beiðni (á þskj. 302) frá Jóhanni Ársælssyni og fleiri alþingismönnum er þess óskað
að félagsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um kjör forræðislausra foreldra. Leitað var til embættis ríkisskattstjóra og Innheimtustofnunar sveitarfélaga varðandi þær upplýsingar sem óskað er eftir. Talsverðan tíma tók að afla þeirra og þurfti m.a. að leita samþykkis tölvunefndar, en trúnaðarmaður hennar gerði tilteknar kröfur um framsetningu upplýsinganna.
    Eftirfarandi eru upplýsingar um tekjur, skatta og eignir meðlagsgreiðenda árin 1998 og 1997. Til samanburðar eru upplýsingar um alla landsmenn sem fæddir eru fyrir árið 1983. Vegna tæknilegra vandkvæða er ekki unnt að veita upplýsingar úr skattframtölum eldri en frá árinu 1997.     
    Allt er þetta nákvæmlega í samræmi við þær upplýsingar sem bárust frá embætti ríkisskattstjóra.

1. Tekjur, skattar og eignir meðlagsgreiðenda, skipt eftir fjölda barna.
    Í töflu 1 er meðlagsgreiðendum skipt eftir fjölda barna og framtöldum tekjum til tekjuskattsstofns, miðað er við tekjubil sem tilgreind eru í beiðninni. Þeir sem einvörðungu greiða menntunarmeðlag eru sérmerktir með 0. Þennan flokk skipa þó ekki þeir meðlagsgreiðendur sem greiða menntunarmeðlag til viðbótar almennu meðlagi. Í töflunni eru stofnar til tekju- og fjármagnstekjuskatts teknir saman til að gefa mynd af heildartekjum. Greiðslur sem eru undanþegnar skatti koma ekki fram í töflunni. Rétt er að taka fram að tekjudreifing hefur áhrif á meðaltekjur á hverju tekjubili og því gefa meðaltöl takmarkaða mynd af dæmigerðum tekjum. Meðlagsgreiðendum er raðað eftir tekjuskattsstofni. Skipting tekna milli fjármagnstekna og launatekna þýðir að meðaltekjur á hverju tekjubili eru tiltölulega háar þar sem einstaklingar með háar fjármagnstekjur þurfa ekkí að vera með háar launatekjur.
    Í töflu 1 er einnig að imna upplýsingar um álagða skatta auk upplýsinga um frádráttarliði, persónuafslátt og bætur. Þá kemur fram í töflu 1.F fjöldi þeirra meðlagsgreiðenda sem greiðir enga skatta og í töflu l.G kemur fram fjöldi þeirra meðlagsgreiðenda sem þiggur bætur umfram skatta. Til að gæta persónuleyndar er ekki unnt að gefa nánari sundurliðun á fjárhagslegri stöðu meðlagsgreiðenda í þeim tilvikum þar sem mjög fáir eru í flokki. Því hafa sumir flokkar verið teknir saman.
    Í töflu 1 koma fram tekjur og bætur að frádregnum sköttum sem ætti að gefa mynd af tekjum til ráðstöfunar. Hins vegar er rétt að taka fram að tekjur sem eru ekki skattlagðar, svo
sem ýmsar bætur frá Tryggingastofnun, hækka raunverulegar ráðstöfunartekjur. Hér getur verið um nokkrar upphæðir að ræða.
    Loks er að finna í töflunum upplýsingar um framtaldar eignir og skuldir meðlagsgreiðenda, skipt eftir fjölda barna og tekjum. Skuld við innheimtustofnun kemur einnig fram, en rétt er að taka fram að hér er einungis miðað við þá sem skila skattframtali. Hafa verður í huga við túlkun þessara talna að meðlagsgreiðendum er raðað í flokka eftir tekjuskattsstofni þannig að dreifing eigna innan hvers flokks hefur áhrif á meðaltöl sem þurfa ekki að vera lýsandi fyrir eigna- og skuldastöðu á viðkomandi tekjubili.
    Þá ber að geta þess að við vinnslu upplýsinga er miðað við þá sem voru á skrá árið 2000 og því má búast við því einhverjir á skránni hafi ekki átt að greiða meðlag vegna barna árið 1997.

2. Tekjur, skattar og eignir meðlagsgreiðenda, skipt eftir útsvarsskyldum tekjum.
    Í töflu 2.A er meðlagsgreiðendum skipað í flokka eftir útsvarskyldum tekjum, óháð fjölda barna. Hér koma fyrir sömu upplýsingar um tekjur, skatta og eignir og í töflu 1. Í töflu 2.B eru reiknuð meðaltöl í hverjum flokki. Rétt er að árétta að meðaltöl þurfa ekki að vera lýsandi fyrir upphæðir í hverjum flokki þar sem dreifing innan hvers tekjubils getur haft áhrif á meðaltal. Í töflu 2.C hefur innbyrðis hlutfall gilda verið reiknað út. Innbyrðis skipting gefur mynd af því hve stór hluti af heildarupphæð kemur í hlut þess hóps framteljenda sem hafa útsvarsskyldar tekjur á viðkomandi tekjubili. Tafla 2.D sýnir uppsafnaðan hlut framteljenda frá lægsta tekjubili til þess hæsta. Þannig má lesa úr töflunni hve hátt hlutfall framteljenda hefur tekjuskattsstofn undir viðkomandi tekjubil.

3. Tekjur, skattar og eignir framteljenda, skipt eftir tekjum.
    
Tafla 3 er sambærileg töflu 2 nema hvað þar er að finna upplýsingar sem ná til allra framteljenda sem náð hafa 18 ára aldri. Rétt er að taka fram að samanburður á stöðu meðlagsgreiðenda og landsmanna allra er varasamur þar sem ekki er um sambærilega hópa að ræða hvað varðar aldursdreifingu, kynjasamsetningu og aðra lýðfræðilega þætti.

4. Meðlagsskuldir 1998, skipt eftir tekjum.
     Tafla 4 sýnir hvernig meðlagsskuld við innheimtustofnun sveitarfélaga skiptist eftir upphæð skuldar og fjölda meðlagsgreiðenda í hverjum flokki. Misræmi milli fjölda meðlagsgreiðenda á skrá innheimtustofnunar og fjölda meðlagsgreiðenda með skuld skýrist af því að þeir sem flytja frá landinu skila ekki skattframtali.

5. Uppsafnaðar meðlagsskuldir.
     Tafla 5 sýnir uppsafnaða heildarskuld við innheimtustofnun skipt eftir því hvaða ár meðlagsgreiðendur í viðkomandi flokki greiddu síðast meðlag. Taflan sýnir meðalskuld hvers hóps eftir því hvenær síðast var greitt. Hópurinn sem er merktur 0000 hefur aldrei greitt meðlag.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.