Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1366  —  616. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um umönnunargreiðslur og greiðslur til stuðningsfjölskyldna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hafa greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna annars vegar og umönnunargreiðslur vegna fatlaðra og langveikra barna hins vegar þróast frá 1. janúar 1994 sem hlutfall af meðallaunum verkamanna samkvæmt gögnum kjarasamninga, sundurliðað eftir árum?

    Efni fyrirspurnarinnar heyrir undir tvö ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra er fyrirspurninni í heild svarað af félagsmálaráðherra.
    Upplýsinga var aflað frá kjararannsóknarnefnd um þróun meðallauna verkamanna frá 1. janúar 1994 og ná þær til þriðja ársfjórðungs 1999. Jafnframt var upplýsinga aflað um fjárhæðir umönnunarbóta og umönnunargreiðslna vegna fatlaðra og langveikra barna frá Tryggingastofnun ríkisins.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna.


Tímabil Ársfjórðungur Meðallaun verkafólks í dagvinnu Lágmarkslaun með eingr. og láglaunabótum Greiðslur til stuðningsfjölskyldna Hlutfall af meðal-
launum
1994 1. 75.100 43.116 2.434 3,2%
1995 1. 76.900 44.711 2.434 3,2%
2. 78.700 52.365 5.999 7,6%
4. 80.400 52.365 6.070 7,5%
1996 1. 84.500 49.538 6.340 7,5%
1997 1. 86.200 53.837 6.340 7,4%
2. 91.900 60.961 6.638 7,2%
1998 1. 96.900 70.000 6.903 7,1%
1999 1. 111.200 70.000 6.903 6,2%
2. 105.000 70.000
3. 107.100 70.000
2000 1. 6.903
2. 8.300

    Á tímabilinu sem spurt er um hafa verið í gildi tvær reglugerðir um þjónustu stuðningsfjölskyldna. Með reglugerð nr. 155/1995, um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, sem tók gildi í mars 1995 var sú breyting gerð að miða greiðslur til stuðningsfjölskyldna við fötlun og umönnunarþörf þeirra barna sem stuðningsfjölskyldurnar tóku í umsjá sína. Fram til þess tíma var ekki um að ræða stigskiptar greiðslur eftir fötlun og umönnunarþörf. Í töflunni eru upplýsingar um þróun hámarksgreiðslna til stuðningsfjölskyldna fyrir hvern sólarhring sem þær hafa haft fatlað barn í umsjá sinni og hlutfall þeirra greiðslna af meðallaunum verkafólks í dagvinnu.
    Greiðslur til stuðningsfjölskyldna hafa til þessa verið ákveðið hlutfall af launaflokki BSRB. Ýmis vandkvæði hafa fylgt því, einkum vegna breytinga á númerum og heitum launaflokka. Með reglugerð sem félagsmálaráðherra hefur samþykkt og mun öðlast gildi 1. júní 2000 hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og taka greiðslurnar til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa. Samkvæmt framangreindri reglugerð munu hámarksgreiðslur til stuðningsfjölskyldna verða 8.300 kr. fyrir hvern sólarhring frá og með 1. júní 2000.

Umönnunarbætur og umönnunargreiðslur.


Tímabil Ársfjórðungur Meðallaun verkafólks í dagvinnu Lágmarkslaun með eingr. og láglaunabótum Umönnunarbætur Hlutfall af meðallaunum Umönnunargreiðslur Hlutfall af meðallaunum
1994 1. 75.100 43.116 47.912 63,8%
1995 1. 76.900 44.711 47.912 62,3%
2. 78.700 52.365 50.212 63,8%
1996 1. 84.500 49.538 50.212 59,4%
1997 1. 86.200 53.837 51.216 59,4%
2. 91.900 60.961 53.265 58,0%
3. 92.400 60.961 54.597 59,1%
4. 92.700 60.961 61.903 66,8%
1998 1. 96.900 70.000 63.537 65,6%
1999 1. 111.200 70.000 66.078 59,4%
2. 105.000 70.000 67.179 64,0%
3. 107.100 70.000
2000 1. 70.224
2.

    Á tímabilinu sem spurt er um hafa verið í gildi tvær reglugerðir um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Umönnunarbætur voru greiddar samkvæmt reglugerð nr. 150/1992, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og sjúkra barna. Frá 1. september 1997 hafa verið greiddar umönnunargreiðslur samkvæmt reglugerð nr. 504/ 1997, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Í töflunni er sýnd þróun hámarksgreiðslna samkvæmt þessum reglugerðum og hlutfall þeirra af meðallaunum verkafólks í dagvinnu.