Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1371  —  405. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna.

Frá utanríkisráðherra.



     1.      Við 10. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Íslenskum starfsmönnum og öðrum sem eru ekki á ábyrgð varnarliðsins er heimill aðgangur að varnarsvæðunum ef þeir eiga þangað lögmæt erindi og hafa gilda aðgangsheimild, útgefna af sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, í samræmi við ákvæði laga þessara og ákvæði loftferðalaga.
     2.      Við ákvæði til bráðabirgða I bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. laga þessara taka ákvæði þeirra um samninga við varnarliðið, aðra en starfssamninga, ekki gildi fyrr en 1. maí 2001.