Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1394  —  189. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni og Kristjáni Pálssyni.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      12. tölul. orðist svo: 1. vélstjóri er sá vélstjóri sem gengur næst yfirvélstjóra og ber ábyrgð á vélum sem knýja skipið, rekstri og viðhaldi vél- og rafbúnaðar þess í forföllum yfirvélstjóra. 1. vélstjóri er sá sami og telst annar vélstjóri samkvæmt alþjóðasamþykktinni og skal uppfylla sömu kröfur og þar eru gerðar.
                  b.      Í stað orðanna „2. vélstjóra“ í a-lið 21. tölul. komi: 1. vélstjóra.
     2.      Við 4. gr. Í stað orðanna „2. vélstjóri“ í 5. mgr. komi: 1. vélstjóri.


























Prentað upp.