Ferill 652. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1415  —  652. mál.
Frumvarp til lagaum afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta Íslands.

(Eftir 2. umr., 13. maí.)I. KAFLI
Breyting á lögum um laun forseta Íslands, nr. 10/1990.
1. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Orðin „og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      2. mgr. fellur brott.

2. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Forsætisráðherra skal skipa nefnd til að endurskoða lög þessi og önnur lög sem kunna að hafa áhrif á kjör forseta Íslands. Meðal annars skal nefndin fjalla um hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi á ákvörðun launa forseta Íslands þannig að annar aðili en Kjaradómur úrskurði um þau. Störf nefndarinnar skulu miðast við að nýtt fyrirkomulag geti eftir því sem við á tekið gildi eigi síðar en að loknu kjörtímabilinu 2000–2004, þ.e. 1. ágúst 2004.

II. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt,
nr. 75/1981, með síðari breytingum.

3. gr.

    1. tölul. 4. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    6. tölul. 28. gr. laganna orðast svo: Hlunnindi forseta Íslands vegna embættisbústaðar og rekstrar hans, risnu og bifreiða eða önnur hlunnindi sem embættinu fylgja.

III. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
5. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.
6. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,
nr. 94/1996, með síðari breytingum.

7. gr.

    Orðin „Forseti Íslands og maki hans“ í 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

VI. KAFLI
Gildistaka.
8. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 2000.