Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 17:13:56 (4214)

2001-01-23 17:13:56# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[17:13]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ég hafi orðað það svo að ég væri ágætlega læs. Ég get hins vegar vel verið torskilin. En ég hef lesið upphátt niðurstöðu minni hlutans og dómsorðið annars vegar og það er ágreiningur. Annar aðilinn segir: Það má skerða. Hinn aðilinn segir: Það á ekki að skerða.